helst í fréttum.....

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Blogg hvað?

Já það er langt síðan síðasta blogg var skrifað. Margt hefur nú drifið á daga mína get ég sko sagt ykkur eða ekki:)
Austurferð yfir páskana.
Ferming hjá Jóhanni Atla á Djúpavogi og Bryndísi á Fáskrúðsfirði harkaði einnig af mér tvær messur.
Á Páskadag eftir Páskamorgunkaffi og páskaeggjaát hjá Guðnýju og Hafliða, var farið örstutt í skírnarveislu til Krsítnar Daggar dóttur sem fékk líka þetta stóra og mikla nafn Ísabella Auður Nótt.
Annars var étið og étið og étið enþá meira um þessa páska. Nú er verið að vinna í því að ná því af sér sem maður át á sig um páskana.....hehehe
Málshátturinn sem ég fékk þetta árið hljóðaði svo: "Ekki er hægt að selja kúna og drekka úr henni mjólkina"

Annars er sama gamla sagan vinna við að soga slef og vinna við að snyrta kellingar. Út á það gengur lífið hjá mér, ekki slæmt það. Svo er ég búin að fara nokkrar hjólaferðar, testa línuskautana, ganga Esjuna og nýta mér aðstöðu mína í Baðhúsinu.

Nokkrir "útlendingar" eru hér á landi þessa dagana, Pétur, Þórunn, Guðbjörg og með henni í för er að sjálfsögðu prinsessan Lilja Ósk. Reynir maður að líta þetta fallega og skemmtilega fólk augum.

Í lokin læt ég fylgja með blogg sem ég bloggaði 25. apríl 2005.

mánudagur, apríl 25, 2005
Það er komið sumar
Já, það má nú segja að sumarið sé komið. Það var fjölmennt í grilli hérna í Arahólum á Sumardaginn fyrsta og var grillað lamb og svín. Það borðuðu allir yfir sig og eru örugglega saddir en í dag.
Ég og Jón höfum bara verið að “chilla” síðustu daga reyna að njóta góða veðursins. Það er EKKI gaman að vera svona fatlaður í góða veðrinu því ekki getur maður farið að hjóla,ekki sund, ekki á línuskauta en maður getur þó labbað mjög stuttar vegalengdir. Hitt verður bara að bíða betri tíma.
Gær fórum við í heimsókn í Hofslundinn, þær ætluðum við að fá lánaðar klippur til að klippa í garðinum okkar. En það vildi svo heppilega til að húsbóndinn ætlar bara að hjálpa Jóni við verkið og koma með kerru og allt til verksins.
Við fáum íbúðina afhenta 1.maí.Við erum búin að fá leigjendur í íbúðina okkar og vonum við bara að við höfum valið rétt fólk.
Áslaug keyrði mig í myndatöku í morgun. Ég skundaði inn í Domus Medica á 2 hækjum á mitt járnstykki í vinstri fæti og í afgreiðslunni stóð “elskuleg” kona við að afgreiða. Enginn stendur við afgreiðsluborðið þegar við komum inn en samt spyr þessi “elska” “hver er næstur” tja hver ætli sé næstur??? Jú það var ég. Þessi “elska” hafði ekki fyrir því að segja góðan daginn. Ég var með beiðni með mér frá Þorvaldi og rétti þessari “elsku” hana. Ég viðurkenni að beiðnin var ekki vel skrifuð en þessi “elska” stappaði niður fótunum og segir “hvað á að mynda? Vinstra LUNGA?” Ég horfði á Áslaugu og hugsaði hvort þessi “elska” væri ekki að grínast. Ákv að segja ekki orð. Svo æddi þessi “elska” eitthvert inn til að spyrja einhverjar konur hvort þær gætu lesið þetta. Ég sagði svo við hana að það ætti að mynda vinstri lærlegg (femor) og læknirinn væri Þorvaldur Ingvarsson.
Svo var komið að því að borga. Ég var búin að setja á borðið kortið mitt og afsláttarkortið. Þessi “elska” spyr ertu með afsláttar kort?? Jú, það var beint fyrir framan nefið á henni. Þá segir þessi “elska” við hina afgreiðslu dömuna það er enginn afsláttur gefinn með þessu korti er það?? Ekki vara það alveg rétt hjá “elskunni” og ég fékk að borga 820 í staðin fyrir 2000 og eitthvað.
Vildi bara deila þessu með þér lesandi góður. Þar sem ég hef farið ca 8 sinnum í myndatöku í Domus á síðustu vikum er alltaf eitthvað sem kemur manni skemmtilega á óvart. Að aldrinum að dæma getur breytingarskeiðið verið að fara svona illa í “elskuna” eða eitthvað allt annað......amk var þjónustulundinn ekki til staðar í dag.

Nóg komið í bili
Kveðja Katla

ERTU NÚ ÁNÆGÐ SOFFÍA SIGRÍÐUR JÓNASDÓTTIR????????????