LONDON
Ætla að byrja á því að óska Soffíu til hamingju með AFMÆLIÐ Í DAG:)
Dvöl okkar í London var í alla staði skemmtileg þó að kuldaboli hafi látið vita af sér. Við skoðuðum þessar helstu byggingar, götur og markaði svo ekki sé minnst á BÚÐIRNAR. Það var mikið gengið....enda þurfti ég að endurnýja skóbúnaðinn og keypti ég einungis 2 pör af skóm.
Árshátíðin var haldin á River Plank Placa á laugardalkvöldinu (hótelið sem við vorum á).
Á sunnudag var svo farið á fótboltaleik Fullham-Chelsea. Skemmtileg upplifun að sjá þessa drengi sparka í tuðruna og ekki síst að sjá liðið eftir leikinn en Chelsea menn töpuðu þessu 1-0. Þeim er bara nær að hafa ekki Eið Smára í liðinu. Lögreglan náði varla að hafa hemil á þessu annars klikkaða liði eftir leikinn.
Mánnudagurinn var vel nýttur í búðir og skoða byggingar og brýr. Fórum einn hring í London eye.
Jón sló mér alveg við í kaupæðinu....en ég tók þátt af heilum hug:)
Komim við svo heim síðustu nótt.
Við erum ekki búin að panta næstu utanlandsferð en eru einhverjar hugmyndir?
Annars er næsta ferðalag austur á land í páskafrí. Erum búin að fá eitt boðskort í fermingu vonumst til að fá annað!!!
Hjónaleysin í LONDON EYE-hjólinu
<< Home