helst í fréttum.....

þriðjudagur, mars 07, 2006

Á ferð og flugi

Ég skilaði mér heim frá Glasgow þó ótrúlegt sé. Kom heim með vélinni sem lenti fyrir eldingu í kvöld (Bryndísi)Varð að koma þessu að!!
Það er ekki hægt að segja að þetta hafi verið ferð til fjár heldu ferð til eyðslu. Ég keypti sitt lítið af hverju t.d. árshátíðarkjól, Puma skó (hvað annað), svartan jakka, boli og sexy nærföt og svo má ekki gleyma Gabriel Solis gallanum (DESPERATE HOUSEWIVES)!!

Það var stutt stopp heima um síðustu helgi fór ég skreppi túr til Akureyri city þar sem farið var á árshátíð Háskólans á Akureyri dvaldi ég einsog oft áður hjá "fósturforeldrum" mínum Soffíu og Sveini. Ég var fyrir löngu búin að gefa út það loforð að mæta á einsog eina árshátíð meðan Soffía skvísa dvelur við háskólanám á hjara veraldar. Þetta var hin fínasta skemmtun.

Þetta verður róleg vinnuvika því tannlæknirinn dvelur heima hjá sér með hlaupabólu!!Vonandi á hann eftir að HLAUPA hana af sér....hehehe

Ég mun taka vakt í Baðhúsinu næsta laugardag við að snyrta kellur á öllum aldri. Þið hafið tíma til að afpanta.....

Þar næstu helgi munum við taka flugið til London. Þar mun fara fram árshátíð Skýrr-verja. Við munum einnig skella okkur á einsog einn fótboltaleik og sjá engann annan en Eið Smára (vonandi):):):) Svo ætlum við eitthvað að skoða borgina og sjá hvað hún hefur upp á að bjóða. Ætla að reyna forðast búðir einsog heitann eldinn.....veit nú ekki hvernig það á nú eftir að ganga.

Annars gegnur lífið sinn vanagang einsog vonandi hjá þér lesandi góður.

Góða nótt ykkar dásamlega

Katla

Þetta er dressið sem verslað var í Glasgow.......ómáluð og ógreidd engu að síður SMART!!???