Glasgow
Jæja þá styttist óðum í Glasgowferðina miklu. Þar ætla ég að reyna versla frá mér allt vit:) Nei, nei það verður allt innan skynsamlegra marka.
Ég get ekki ákv. mig hverju skal pakka niður í ferðatösku......kannski er besta að fara bara ekki með neitt með sér.
Það er 7 stiga hiti og rigning í Glasgow.
Mörg afmæli eru búin að vera síðustu daga.
16. Örvar, 19. Áslaug Stefanía, 21. Hjálmar og svo Ármann í dag....til hamingju með það allir sem einn.
Um síðustu helgi var haldið smá teiti hér í þessari íbúð og farið svo á Papaball á Nasa það var hin fínasta skemmtun:)
Annars er við það sama hér........vinna, borða og sofa svo er reynt að gera eitthvað sniðugt og skemmtilegt þegar nennarinn nennir:)
Ég bið ykkur vel að lifa.....
Kveðja Katla Glasgowfari.