Stjörnuspá 2006
VOGIN
Nýja árið hefst á afar jákvæðum nótum og ég mun leika við hvern minn fingur. Þetta smitar út frá sér og í kringum mig ríkir mikil gleði. Þegar líður á vorið hlotnast mér síðan verðmæt gjöf sem á eftir að lýsa upp líf mitt á næstu árum. Gjöfin birtist ekki endilega innpökkuð og með slaufu. Líklegra er að þetta sé happafengur af þeirri gerð sem fólk fær ekki í gjafaumbúðum.
Í sumar verð ég fyrir vonbrigðum þegar hurð skellur í lás og eitthvert mál, sem ég batt vonir við, virðast endanlega úr sögunni. Þetta kemur af stað mikilli tilfinningabólgu innra með mér. En ég á erfitt með að deila líðan minni með öðrum. Á tímabili verð ég svolítið einmanna og einangruð.
En góðu fréttirnar eru ekki búnar. Þegar líður á árið 2006 vænkast fjárhagur minn óvænt. Þá get ég farið að borga gamlar skuldir og framkvæmt ýmislegt sem áður sat á hakanum vegna fjárskorts. Eini vandinn í tengslum við þetta er öfundsýki sem blossar upp meðal fólks sem sjálft líður þó engan skort.