helst í fréttum.....

laugardagur, desember 31, 2005

Stjörnuspá 2006


VOGIN

Nýja árið hefst á afar jákvæðum nótum og ég mun leika við hvern minn fingur. Þetta smitar út frá sér og í kringum mig ríkir mikil gleði. Þegar líður á vorið hlotnast mér síðan verðmæt gjöf sem á eftir að lýsa upp líf mitt á næstu árum. Gjöfin birtist ekki endilega innpökkuð og með slaufu. Líklegra er að þetta sé happafengur af þeirri gerð sem fólk fær ekki í gjafaumbúðum.
Í sumar verð ég fyrir vonbrigðum þegar hurð skellur í lás og eitthvert mál, sem ég batt vonir við, virðast endanlega úr sögunni. Þetta kemur af stað mikilli tilfinningabólgu innra með mér. En ég á erfitt með að deila líðan minni með öðrum. Á tímabili verð ég svolítið einmanna og einangruð.
En góðu fréttirnar eru ekki búnar. Þegar líður á árið 2006 vænkast fjárhagur minn óvænt. Þá get ég farið að borga gamlar skuldir og framkvæmt ýmislegt sem áður sat á hakanum vegna fjárskorts. Eini vandinn í tengslum við þetta er öfundsýki sem blossar upp meðal fólks sem sjálft líður þó engan skort.

laugardagur, desember 24, 2005

Gleðileg jól allir......

Ég óska þér lesandi góður gleðilegra jóla og takk fyrir heimsóknirnar hingað á síðuna á árinu.
Vona að þessar heimsóknir hafi verið þér gleðilegar og skemmtilegar.

Vertu ávalt velkomin í heimsókn hingað.

Bestu jóla og nýárskveðjur
Katla Björk



Hreyndýrin sem voru heimalingar á Fossárdal fyrir slatta mörgum árum.


sunnudagur, desember 18, 2005

Búin......

...að skrifa á ÖLL jólakrotin þetta árið

Klukkan er 02.50 aðfaranótt sunnudagsins 18.desember.
Þið þarna sem fáið ekki jólakort þetta árið, það þýðir ekkert að grenja yfir því þið hafið bara ekki áunnið ykkur rétt til þessa að fá handskrifað kort frá mér þetta árið semsagt alfarið ykkur sjálfum að kenna ef ég sendi ykkur ekki kort.!!!!
Annars held ég að enginn verði skilinn vísvitandi útundan, þið fáið þá að heyra einhverja afsökun frá mér ef ég sendi ykkur ekki kort!!
Held að það sé best að fara sofa því það er víst nails í fyrramálið um hádegi:)

Þar til næst esskurnar
Bless Katla

föstudagur, desember 16, 2005

Útskrifuð.....

Ég má nú ekki gleyma afmæli dagsins, en hún Bryndís sæta á 13 ára afmæli í dag:)
Hér er hún með syskinum sínum jólin 2004 á Starmýri. Hún er eitthvað að reyna að halda í ormana svo hægt sé að mynda liðið OG SVO OPNA PAKKANA!!!


Jæja þá eru það smá fótafréttir fyrir þá sem hafa áhuga að vita um fótinn. Þorvaldur hringdi áðan til að segja mér frá síðustu myndum sem voru teknar. Fóturinn lítur mjög mjög vel út og ekkert athugavert að sjá. Gróandinn góður í beininu. Lærleggsbeinið er veikara heldur en önnur bein í mér, ég á t.d. ekki gera mikið af því að detta næsta árið:)
Hann telur að munurinn á fótunum á mér sé ekki mælanlegur, ekki 1 sm munur einog talað var um fyrst. Það má því segja að ég sé útskrifuð í þessu fótabrasai!! HÚRRA,HÚRRA, HÚRRA!!!!!!!!
Af þessu tilefni ætla ég að hafa smá myndaupprifjun frá þessu fótabrasi!!!

12.janúar farið fyrsta sinn á fætur.

Röntgen janúar

Röntgen apríl

Röntgen maí, með 6 sm lengri fót:)

Röntgen júlí.

Röngen september

Svo kemur þessi mynd inn seinna að hún á að sýna röntgen í nóvember.

miðvikudagur, desember 14, 2005

Jólin koma brátt

Ég held að þessi síða sé bara komin í jólafrí. Það er allt gott að frétta, nóg að gera í vinnunni á öllum vígsstöðum. Förum austur eftir helgina til að halda jólin í faðmi fjölskyldunnar:)

Bið að heilsa í bili
Kveðja Katla

laugardagur, desember 10, 2005

Ungfrú heimur 2005

Algjör snilld hjá henni Unni Birni að taka þessar skvísur bara í nefið. Hún stóð sig með prýði og er Íslensku þjóðinni til sóma. Það á örugglega eftir að vera mikið að gera hjá stúlkunni næstu mánuði og ár:)



Stefna er sett á tónleika með Frostrósum í Laugardalshöllinni í kvöld.
Jón er að setja upp jólaljós á svölunum hjá okkur:)

föstudagur, desember 09, 2005

IDOL

Munið að kjósa Ágústu í kvöld.......ÁFRAM ÁGÚSTA!!!!!!!

miðvikudagur, desember 07, 2005

STÓRafmæli

Elís afi á afmæli í dag og ekki neitt smá afmæli kallinn er 90 ára í dag, geri aðrir betur. Hann er heima hjá sér á Helgafelli og veit ég að það verður boðið uppá pönnsur og fleira fyrir gesti.

Ég fór í röntgen í Domus í gær. Þorvaldur vildi fá mynd af fætinum upp á grínið. Það er örugglega allt í gúddi með fótinn.

Ég bakaði ca 70 stk af Sörum í gærkvöldi og eitthvað svipað af súkkulaðibitakökum. Þetta heppnaðist alveg fullkomlega enda smakkast eftir því:)

Það verður bara nóg að gera hjá mér í vinnu fram að aðfangadag. Ég var að láta "plata" mig í enn eina vinnuna:/ Mér fannst það bara svo spennandi að ég ætla að prófa að vinna smá aukavinnu á kvöldin og þegar mér hentar. Þessi vinna tengist AVON. Svo er farið að panta hjá mér í snyrtingu á Djúpavogi. Ég ætla að vera snyrta þar 21.,22. og jafnvel 23. des. Svo verð ég með AVON vörur til sölu á staðnum.

Þar til næst hafið það gott hvar sem þið eruð og hvað sem þið eruð að gera.

Katla

laugardagur, desember 03, 2005

Hæ hó

Enginn annar en Eyþór Guðmundsson á afmæli í dag. Til hamingju með það.

Annars er allt gott að frétta. Ég er dugleg að skanna helstu fataverslanir bæjarins:) En þetta er allt undir control!!
Jón er loksins búin að skila sér heim...þessi essssska.
Næst á dagskrá er smá smákökubakstur. Veit ekki hvað skal baka nema það á enn og aftur að reyna við Sörurnar. Þær hafa verið bakaðar hér með misjöfnum árangri. Í fyrra líktust þær meira hnallþórum....en bragðið var mjög gott.
Ég er amk búin að kaupa kökublað vikunnar, en mér finnst lítið spennó í því.
Ég hélt Tupperware kynningu hér á fimmtudagskvöldið. Það var bara hin ágætasta kvöldstund, þó salan hafi ekki sprengt nein sölumet að ég held.
Ég er eiginlega alveg búin að skreyta hér fyrir jólin......Jón á bara eftir að hengja upp eina jólaseríu. Er það ekki Jón???
Mér er boðið á konukvöld með Helgu Brögu hjá Skýrr nk. fimmtudagskvöld, mig hefur lengi langað að fara á skemmtun með Helgu Brögu og aldrei að vita að ég skelli mér. Það er bara smá babb í bátnum ég þekki ekki eitt konukvikyndi þarna hjá Skýrr:)

Þórunn og Pétur eru að "meika" það í útlandinu. Þau eru bæði að fara í Karabískahafið 5 desember á skemmtisnekkjunni Leander Pétur verður um borð sem vélstjóri og Þórunn ætlar að þjóna fólkinu. Það er RÍKA og fræga fólkið sem tekur þessa snekkju á leigu. Það kostar ca 40 millur að taka snekkjuna á leigu yfir eina viku plús kostnaður.........Eitt er víst að þetta á eftir að vera mikið og vonandi skemmtilegt ævintýri fyrir þær turtildúfurnar. Ég held að ég eigi amk ekki eftir að taka þessa snekkju á leigu.

Hér á þessum link getið þið séð myndir af snekkjunni Leander

Jæja þetta er orðið gott í bili þar til næst hafðu það gott lesandi góður og kvittaðu nú fyrir komu þína hingað.