Jæja þá er komið að þessu
Nú er runnið nýtt æði í bloggheiminum og það er eitthvað sem nefnist kítl. Ég ætla að taka þátt í þessari vitleysu og bið ég ÞÓRUNNI, PÉTUR, SOFFÍU(ÞÚ ERT MEÐ BLOGG NÚNA), HRAFNHILDI (ENGIN AFSÖKUN FYRIR AÐ GERA ÞETTA EKKI),SVEIN, ÁSDÍSI SYSTIR,ÖRVAR OG LÁTUM ÞETTA DUGA!!!
Ég ætla að blogga um daginn í gær. Ég fór semsagt niðrí Fossvog til að láta innskrifa mig fyrir mánudaginn. Ég var mætt klukkan 11. Jón skuttlaði mér en hann þurfti að vera annarstaðar frá kl. 12-13.15. Spurðum hvað þetta tæki langan tíma, hjúkkan sem tók á móti okkar sagði að þetta gæti verið búið 11.50 í síðasta lagi. Ég lagði nú bara saman 2+2 og sagði Jóni að ég yrði í fyrsta lagi búin kl. 12.30, sem stóðst heldur ekki var búin klukkan 13.20!!!
Fer í dag niðrá spítala í staðin fyrir á morgun. Ætli ég muni ekki eyða dágóðum tíma í að sitja og bíða, leiðinlegt!!
Það eru ekki allir sem vita að á Skjá einum er þáttur sem gengur útá það að fara heim til fólks og laga til hjá því og þrífa skít. Yfirleitt hefur verið farið til fólks sem ætti nú að geta haft vit á því að taka til í kringum sig en gerir það samt ekki.
...auðvitað er afmæli og það er hún Bára mín sem er 25 ára í dag:)
Grallararnir Júlíus Aron og Björgvin Freyr eiga 3 ára afmæli í dag. Spurning hvort þeir fá það sem þeim langar mest að fá í afmælisgjöf en það er ekkert annað en grrrröfu og fjarstýrðan bensínbíl og hana nú!!! Það verður gaman að sjá þá í næstu viku en þá ætla þeir að koma í heimsókn til Reykjavíkur:)
Ég fékk hringingu áðan frá sjúkrahúsinu í Fossvogi. Ég mæti í undirbúning föstudaginn eftir viku í blóðprufur, röntgen og spjalla við eitthvað lið og svo verður járnið tekið mánudaginn 31. um hádegi:) Ég sagði komunni sem hringdi að þetta væri í fyrsta sinn sem ég hlakkaði til að fara á sjúkrahús.
Ég er eitthvað efins um að hægt verði að taka járnið af mér hérna í RVK. Nenni bara ómögulega að fara norður. Þorvaldur er að kanna hvort það sé ekki örugglega hægt að komast að hérna:) Við vonum það besta.
Úti er þetta líka góða veður. Skuttlaði Jóni í vinnuna klukkan 8, ég er bara nokkuð spræk. Stefnan er að bæjarast með henni Elísu Húsvíking í dag. Ég verð að vera dugleg að fara út að ganga þessa vikuna. Matja verður ekki viðlátin það sem eftir er af þessari viku. Það er mikil tilhlökkun hjá henni og ekki síst mér þegar járnið fer, þá geta æfingarnar farið að verða svolítið fjölbreyttari.
Já, afmæli dag eftir dag í fjölskyldunni. Ásdís systir á afmæli í dag hún er 7 árum og 17 dögum yngri en ég. Veiti ekki hvort hún sé með myndavéla fóbíu eða ég bara hreinlega hef ekki reint að taka mynd af henni amk á ég enga mynd af dömunni til að birta hérna á veraldarvefnum. Hún og Elsa héldu sameiginlegt kökuboð á Starmýri í gær. Kannski að Ásdís komi með eitthvað af þeim 17 tertum sem bakaðar voru, handa horaða fólkinu í Reykjavík:)
Elsa systir mín á afmæli í dag, hún er heilum 5 árum og 16 dögum eldri en ég og reiknið nú!!
Er þessa stundina að baka snúða....obboslega góðir.
.....ég stend á eigin fótum.....
Já svei mér þá ég held að ég þjáist af tölvuvírus sem gerir það að verkum að ég nenni ekki að hanga í þessari tölvu. En ég vona að þessi vírus fjari burt.
Já, ég er bara haugur á þessum fallega sunnudegi. Ég ætla að baka muffins eftir að ég hef skrifað þennan pistil.
Jebb...eitthvað verð ég með þetta járnadrasl lengur. Cortex beinið er ekki nógu vel gróið en ætti nú samt að halda. Hljómar ekki vel. Þorvaldu kemur í bæinn eftir viku þá ætlar hann að losa meira um rammann og svo eiga að líða 7-10 dagar:( Úff, púff. Gráu hárin fara spretta uppúr hausnum á mér einsog gorkúlur. Þá er nú gott að eiga systir sem getur litað þau:)
Örvar varpaði fram mikilli speki (einsog honum er einum lagið) í gær.
Allt er með kyrrum kjörum hér í borginni, að því sem ég best veit!!
Takk, takk fyrir kveðjurnar,heimsóknirnar og gjafirnar í gær:)