helst í fréttum.....

mánudagur, október 31, 2005

Jæja þá er komið að þessu

Ég er farin upp á spítala, sjáumst án járna. Guð veri með mér og allir hans lærisveinar:)

sunnudagur, október 30, 2005

Mánudagur til LUKKU?!

Nú er runnið nýtt æði í bloggheiminum og það er eitthvað sem nefnist kítl. Ég ætla að taka þátt í þessari vitleysu og bið ég ÞÓRUNNI, PÉTUR, SOFFÍU(ÞÚ ERT MEÐ BLOGG NÚNA), HRAFNHILDI (ENGIN AFSÖKUN FYRIR AÐ GERA ÞETTA EKKI),SVEIN, ÁSDÍSI SYSTIR,ÖRVAR OG LÁTUM ÞETTA DUGA!!!

Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:


1. Fá mér “annan” talandi páfagauk:)
2. Ferðast meira til útlanda
3. Fjölga mannkyninu.
4. Gifta mig
5. Kaupa mér svo draumahúsið í Reykjavík og drauma bílinn.
6. Lifa lífinu lifandi
7. Vinna í LOTTO

Sjö hlutir sem ég get:


1. BORÐAÐ
2. Borga reikninga
3. Keyrt bílinn minn
4. SOFIÐ og sofið en þá meira
5. Talað,lesið og skrifað
6. Verið 24/7 í tölvunni
7. Verið óþolinmóð

Sjö hlutir sem ég get ekki:


1. Drukkið heilann bjór
2. Keypt mér draumahúsið og bílinn:(
3. Sagt NEI
4. Skilið kínversku
5. Stýrt flugvél
6. Synt yfir Atlandshafið
7. Unnið í LOTTO

Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:


1. Bringuhárin
2. Klæðnaður
3. Rassinn
4. Ruglið sem þeim dettur í hug
5. Söngurinn
6. Útlitið ef það er gott

Sjö frægir sem heilla mig:


1. Auddi
2. Birgitta Haukdal
3. Bubbi
4. Eiður Smári
5. Hrafnkell í hljómsveitinni Svörtum fötum
6. Páll Óskar
7. Sveppi

Sjö orð eða setningar sem ég segi oft:


1. Afhverju
2. Ha
3. Hvað á ég að hafa í matinn?
4. Hvað segirðu gott?
5. Já
6. Nei
7. Nú

Sjö hlutir sem ég sé einmitt núna:


1. Bíla
2. Blaðadrasl
3. Brauðristina
4. Gleraugun
5. Leirdót frá NANNY
6. Ljósin í Reykjavík, Suðurnesjum og Akranesi.
7. Tölvan mín


Á MORGUN

laugardagur, október 29, 2005

Bara 2 dagar

föstudagur, október 28, 2005

Veturkonungur mættur til Reykjavíkur

Ég ætla að blogga um daginn í gær. Ég fór semsagt niðrí Fossvog til að láta innskrifa mig fyrir mánudaginn. Ég var mætt klukkan 11. Jón skuttlaði mér en hann þurfti að vera annarstaðar frá kl. 12-13.15. Spurðum hvað þetta tæki langan tíma, hjúkkan sem tók á móti okkar sagði að þetta gæti verið búið 11.50 í síðasta lagi. Ég lagði nú bara saman 2+2 og sagði Jóni að ég yrði í fyrsta lagi búin kl. 12.30, sem stóðst heldur ekki var búin klukkan 13.20!!!
Þetta hefði tekið MUN skemmri tíma EF ég hefði ekki þurft að svara sömu spurningunum 4 sinnum!! Já, ég sagði 4 sinnum!!!

1. Talaði fyrst við hjúkku sem var á endurkomudeildinni. Þetta eru helstu spurningarnar sem hún spurði.


a) Hvenær var aðgerðin gerð? 11.janúar
b) Hvernig hefur þetta gengið?? Vel
c) Ertu á einhverjum lyfjum? Já, sýklalyfjum
d) Hvað ertu búin að vera lengi á sýklalyfjum? Síðan í júlí.
e) Ertu með ofnæmi fyrir einhverjum lyfjum? Jebb, sýklalyfi sem heitir Staklox
f) Hvernig er almennt heilsufar? Bara gott
g) Hæð og þyngd? Mjög góð
h) Einhverjir sjúkdómar? Nei

2. Talaði við svæfingar lækni. Þetta voru helstu spurningarnar sem hann spurði.


a) Hvenær var aðgerðin gerð? 11.janúar
b) Hvernig hefur þetta gengið?? Vel
c) Ertu á einhverjum lyfjum? Já, sýklalyfjum
d) Hvað ertu búin að vera lengi á sýklalyfjum? Síðan í júlí.
e) Ertu með ofnæmi fyrir einhverjum lyfjum? Jebb, sýklalyfi sem heitir Staklox
f) Hvernig er almennt heilsufar? Bara gott
g) Hæð og þyngd? Mjög góð

3. Svo var komið að því að tala við deildalækninn.......og hverju haldið þið að hann hafi spurt að ??? Nú þessum spurningum hér.


a) Hvenær var aðgerðin gerð? 11.janúar
b) Hvernig hefur þetta gengið?? Vel
c) Ertu á einhverjum lyfjum? Já, sýklalyfjum
d) Hvað ertu búin að vera lengi á sýklalyfjum? Síðan í júlí.
e) Ertu með ofnæmi fyrir einhverjum lyfjum? Jebb, sýklalyfi sem heitir Staklox
f) Hvernig er almennt heilsufar? Bara gott
g) Hæð og þyngd? Mjög góð
h) Einhverjir sjúkdómar? Nei!!!! (nema að ég er að verða svolítið þreytt á sömu spurningunum aftur og aftur!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!)


....Þegar ég var búin að tala við alla þessa fór ég í röntgen.

4. Jæja þegar hér er komið við sögu átti ég BARA eftir að tala við einhverja hjúkku á bæklunardeildinni. Hún þurfti líka að fá að vita svör við nokkrum spurningum. Kom á óvart!!!


a) Hvenær var aðgerðin gerð? 11.janúar
b) Hvernig hefur þetta gengið?? Vel
c) Ertu á einhverjum lyfjum? Já, sýklalyfjum
d) Hvað ertu búin að vera lengi á sýklalyfjum? Síðan í júlí.
e) Ertu með ofnæmi fyrir einhverjum lyfjum? Jebb, sýklalyfi sem heitir Staklox
f) Hvernig er almennt heilsufar? Bara gott
g) Hæð og þyngd? Mjög góð
h) Einhverjir sjúkdómar? Nei!!!! (nema að ég er að verða svolítið þreytt á sömu spurningunum aftur og aftur!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!)

HVAÐ ER AÐ??


Frá því að ég talaði við fyrstu hjúkkuna og þá síðustu var:
....hæðin á mér ekkert búin að breytast kannski þyngdin um einhver grömm því að sjálfsögðu þurfti ég að bíða í 30 mín eftir að deildarhjúkkan gúffaði í sig hádegismatnum!!
....ofnæmið fyrir staklox ekkert búið að breytast.
..... ég ekki orðin sjúk af einhverjum sjúkdóm.
......heilsufar mitt sem VAR gott þegar ég mætti var farið að hanga á bláþræði eftir þessa heimsókn þá aðalega geðheilsan.!!!!!

Kannski er þetta óþarfa nöldur en svona upplifði ég þetta!!

Katla alveg búin á þessu liði.

3 dagar

fimmtudagur, október 27, 2005

Skemmtilegt...

Fer í dag niðrá spítala í staðin fyrir á morgun. Ætli ég muni ekki eyða dágóðum tíma í að sitja og bíða, leiðinlegt!!

4 dagar

miðvikudagur, október 26, 2005

Allt í drasli....

Það eru ekki allir sem vita að á Skjá einum er þáttur sem gengur útá það að fara heim til fólks og laga til hjá því og þrífa skít. Yfirleitt hefur verið farið til fólks sem ætti nú að geta haft vit á því að taka til í kringum sig en gerir það samt ekki.
Þessi tiltekni þáttur var í gærkvöldi og var þá farið heim til Önnu á Hesteyri í Mjóafirði. Jesús minn álmáttugur maður var búin að heyra að þetta væri slæmt hjá greyið konunni en fyrr má nú vera draslið og ég tala nú ekki um ALLAR mýsnar sem ganga þarna sjálfala um allt hús. Það var svo mikið drasl og skítur hjá konunni að það þarf 2 þætti fyrir þessa tiltekt. Þið getið séð þáttinn á www.s1.is og veljið það vefsjónvarp.......Góða skemmtun
Þessi kona er auðvitað þjóðargersem einsog Gísli nokkur í Uppsölum, spurning hvort þau hefðu ekki mátt bara leifa konu tötrinu vera ánægða með sitt drasl og ALLAR sínar mýs??!!! Hvað segið þið!!
Annars er það sama að frétta héðan. Ég fer á föstudagsmorguninn í alsherjar tékk og svo vonandi líður helgin hratt:)

Ég er farin að laga til, draslið hér fer að slá Önnu út DJÓK!!!!!!

Kveðja Katla SNYRTIPINNI

5 dagar

þriðjudagur, október 25, 2005

:)

6 dagar

mánudagur, október 24, 2005

En ekki hvað.....

...auðvitað er afmæli og það er hún Bára mín sem er 25 ára í dag:)
Til hamingju með daginn!!!!

...og svo allar konur TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN:) Það er víst kvennafrídagurinn í dag!!

1 VIKA

laugardagur, október 22, 2005

Tvöfalt afmæli

Grallararnir Júlíus Aron og Björgvin Freyr eiga 3 ára afmæli í dag. Spurning hvort þeir fá það sem þeim langar mest að fá í afmælisgjöf en það er ekkert annað en grrrröfu og fjarstýrðan bensínbíl og hana nú!!! Það verður gaman að sjá þá í næstu viku en þá ætla þeir að koma í heimsókn til Reykjavíkur:)8 dagar

Bara....

9 DAGAR

föstudagur, október 21, 2005

Yesss....þetta styttist

Ég fékk hringingu áðan frá sjúkrahúsinu í Fossvogi. Ég mæti í undirbúning föstudaginn eftir viku í blóðprufur, röntgen og spjalla við eitthvað lið og svo verður járnið tekið mánudaginn 31. um hádegi:) Ég sagði komunni sem hringdi að þetta væri í fyrsta sinn sem ég hlakkaði til að fara á sjúkrahús.
Fín dagsetning svona um mánaðarmótin geta farið og spreðað í fataverslunum bæjarins. Jón gerir ekkert annað þessa dagana en að skrá sig á aukavaktir, hann sér bara svartnættið framundan EÐA er hann að losna undan því að fara í ALLAR fatabúðir borgarinnar??!!....hann er örugglega búinn að senda viðvaranir í helstu verslanir bæjarins um að fellibylurinn Katla eigi eftir að ganga yfir fyrstu vikuna í nóvember.

Gleymdi einu hérna keyptum í gær bestu græjurnar í bænum til að geta talað við ykkur gott fólk á SKYPINU. Elís Pétur við gerum allt sem þú segir okkur að gera eða næstum:)

Góða helgi og heyrumst á SKYPINU
Katla að farast úr spenningi

10 DAGAR

fimmtudagur, október 20, 2005

Þetta styttist.....

11 DAGAR

miðvikudagur, október 19, 2005

Verið að kanna málið

Ég er eitthvað efins um að hægt verði að taka járnið af mér hérna í RVK. Nenni bara ómögulega að fara norður. Þorvaldur er að kanna hvort það sé ekki örugglega hægt að komast að hérna:) Við vonum það besta.

12 DAGAR

þriðjudagur, október 18, 2005

Fátt eitt að frétta

Úti er þetta líka góða veður. Skuttlaði Jóni í vinnuna klukkan 8, ég er bara nokkuð spræk. Stefnan er að bæjarast með henni Elísu Húsvíking í dag. Ég verð að vera dugleg að fara út að ganga þessa vikuna. Matja verður ekki viðlátin það sem eftir er af þessari viku. Það er mikil tilhlökkun hjá henni og ekki síst mér þegar járnið fer, þá geta æfingarnar farið að verða svolítið fjölbreyttari.
Ekkert afmælis barn í dag en þau eru nokkur næstu daga og vikur:)
Hrafnhildur, Soffía og enginn annar en Jón eru komin með bloggsíðu. Þetta eru aðalega myndir hjá þessum elskum. Kíkið endielga á þetta (þessar síður slá ekki minni síðu út)!!!!!
Jæja ég ætla ekki að hafa þennan pistil lengri. Hafið það gott hvar sem þið eruð í heiminum.

13 DAGAR

mánudagur, október 17, 2005

Aftur afmæli

Já, afmæli dag eftir dag í fjölskyldunni. Ásdís systir á afmæli í dag hún er 7 árum og 17 dögum yngri en ég. Veiti ekki hvort hún sé með myndavéla fóbíu eða ég bara hreinlega hef ekki reint að taka mynd af henni amk á ég enga mynd af dömunni til að birta hérna á veraldarvefnum. Hún og Elsa héldu sameiginlegt kökuboð á Starmýri í gær. Kannski að Ásdís komi með eitthvað af þeim 17 tertum sem bakaðar voru, handa horaða fólkinu í Reykjavík:)

Ég hef aðeins verið að hugsa um nafn á kindina mína. Salmónellu nafnið finnst mér bara flottast. Það vill engin borða kind sem heitir Salmónella??!!

14 DAGAR

sunnudagur, október 16, 2005

Afmæli

Elsa systir mín á afmæli í dag, hún er heilum 5 árum og 16 dögum eldri en ég og reiknið nú!!
Hún er með myndavéla fóbíu því á ég enga mynd af henni, hún heppin. En það verður bætt úr þessu myndaleysi af henni við fyrsta tækifæri. Reikna með að hún bjóði gestum sínum uppá siglingu um miðbæ Hornafjarðar. Sýnist það vera besti ferðamátinn þarna á Höfn í dag.

Hornafjörður 15. október 2005
15 DAGAR

laugardagur, október 15, 2005

Snúðabakstur í Arahólum.

Er þessa stundina að baka snúða....obboslega góðir.

Svo endilega komið með hugmyndir hvað hægt er er að skíra GOLU mína. Henni finnst ekki gaman að vera nafnlaus. Er Salmónella málið eða??

Hérna eru systurnar í fjárhúsunum á Fossárdal vorið 2005Gola haust 2005
16 DAGAR

föstudagur, október 14, 2005

Sjáðu bara mig.....

.....ég stend á eigin fótum.....

Við fórum á fund Valda Kalda í dag. Hann var bara hress einsog vanalega. Græjan var skrúfuð þannig að núna gerir hún sama sem ekkert, er bara þarna ef eitthvað klikkar. Svo er stefnan sett á að taka allt heila klabbið mánudaginn 31. október 2005 og meira að segja hérna á Landsspítalanum. Sparar mér eina ferðina Norður enda enginn skemmtilegur þar að heimsækja í lok október.

Ég er búin að splæsa í ný gleraugu sem verða vígð um leið og fóturinn. Finnst gleraugun ekki alveg virka. Ég fæ bara hausverk og ógleði þegar ég er búin að vera í smá tíma með þau. Ég þarf eitthvað að láta ath þetta. Ég varð að fá ný gleraugu einsog Soffía:)

Ég þarf að fá hugmyndir frá ykkur um nafn á gimbur sem ég á í fjárhúsunum á Fossárdal. Gimbrin er undan Salómon og þarf nafnið hennar að byrja á SA....eða verstafalli á S. Fyrsta nafnið sem mér datt í hug var SALMÓNELLA en kannski ekki fallegt nafn á svona fallega gimbur.

Ætla ekki að hafa þetta lengra á þessu föstudagskveldi.
Katla

17 DAGARGOLA MÍN


miðvikudagur, október 12, 2005

Tölvuvírus

Já svei mér þá ég held að ég þjáist af tölvuvírus sem gerir það að verkum að ég nenni ekki að hanga í þessari tölvu. En ég vona að þessi vírus fjari burt.
Ég sá í gærkvöldi fyrsta snjó vetrarins hérna í Reykjavíkinni, snjórinn var ekki mikill því hann var farinn þegar ég vaknaði í morgun.
Fékk óvænta heimsókn frá Elsu Ágústu í gærkveldi. Það eru enþá að berast afmælisgjfir til mín það verða komin jólin áður en afmælisgjafirnar hætta að berast. Elsa gaf mér sætar naríur og hárteygju. Áslaug gaf mér mjúk og æðisleg flísnáttföt (keypt í Dublin) og 4 kertastjaka auðvitað mergt TUPPERWARE!!!.
Þorvaldur hefur ekkert látið vita af komu sinni til Reykjavíkur. En ég vona að kallinn láti nú sjá sig og segi mér hvenæææææærrrrrrrrrrrrr ég losna við draslið.
Jæja það er víst sjúkraþjálun eftir 15 mín og svo fer ég með Elsu Á í Ikea á eftir, gaman gaman.....

Ég er bara farin að halda að það sé búið að leggja den danske pigene inn á spítala....tja hvað veit maður.

Bæjó Katla

sunnudagur, október 09, 2005

Haugur á sunnudegi

Já, ég er bara haugur á þessum fallega sunnudegi. Ég ætla að baka muffins eftir að ég hef skrifað þennan pistil.
Soffía kom í bæinn á föstudag til þess að ná flugi til Köben í gærmorgun. Við náðum nú samt að eyða smotterí af peninugum t.d. keypti Soffía sér glæný gleraugu á nefið (neibb....hún keypti þau ekki á Barnalandi.) Um kvöldið var þetta hefðbundið að vana. Idol kvöld á Laugarnesveginum. Svo var vaknað hér klukkan 4.00 í gærmorgun og lagt af stað til Köben (ekki ég samt). Ég lagði mig í smá stund og náði svo í Jón í vinnuna kl 7.20. Svo loksins þegar ég hlunkaðist á fætur seint og um síðir leið mér einsog ég hefði verið á skrallinu alla nóttina.
En í dag ætla ég í búð og kaupa eitthvað sniðugt sem inniheldur Arnica Montana og vona að beinið grói á MET tíma.
Jæja þetta verður ekki lengra að sinni.
Muffinsbakstur er næstur á dagskrá:)
frh.á sunnudagskveldi
Muffinsbaksturinn gekk ljómandi vel og bragðast eftir því:)
Ég hef ákv að leigja út annan helminginn af rúminu mínu þegar það er ekki fullskipað. Fyrsti leigjandinn var Soffía. Hún var varla lögst á koddan áður en hún var kominn inn í draumalandið.
í vikunni ætla ég að commenta aðeins á íslenska Bachelorinn. Fylgist með því aldrei að vita að ég láti fylgja með krassandi myndir af kauða úr okkar einka myndasafni:)
Katla

föstudagur, október 07, 2005

Bíða bíða bíða

Jebb...eitthvað verð ég með þetta járnadrasl lengur. Cortex beinið er ekki nógu vel gróið en ætti nú samt að halda. Hljómar ekki vel. Þorvaldu kemur í bæinn eftir viku þá ætlar hann að losa meira um rammann og svo eiga að líða 7-10 dagar:( Úff, púff. Gráu hárin fara spretta uppúr hausnum á mér einsog gorkúlur. Þá er nú gott að eiga systir sem getur litað þau:)
Annars er bara allt gott að frétta. Ég fór í heimsókn í vinnuna mína tilvonandi. Heilsaði þar uppá hana Lovísu klinku og Gulla tannlækni. Mér lýst bara vel á þetta þarna. Hann er að fara setja upp nýtt tölvukerfi (veitti ekki af) og kannski mála stofuna. Ég skoðaði vinnuföt með Lovísu og að sjálfsögðum þurfum við að vera í flottustu fötunum!!
Soffía sæta er væntanleg í bæinn á morgun og ætlum við eitthvað að bæjarast. Svo fer hún ásamt Hrafnhildi litlu og Önnu Huld skellibjöllu til Kóngsins KÖBEN á laugardagsmorguninn. Þar munu þær dvelja í 4 vikur. Hvað er þetta það eru ALLIR í útlöndum ef þeir eru þar ekki nú þegar eru þeir annað hvort ný komnir heim eða á leiðinni út, NEMA ÉG!!!

Ég veit að þið sem þekkið mig og mínar grænu fingur trúið þessu varla EN þetta er rós sem Jón gaf mér fyrir 1 VIKU SÍÐAN:) OG hún er sprell a live enþá!!

fimmtudagur, október 06, 2005

Speki gærdagsins

Örvar varpaði fram mikilli speki (einsog honum er einum lagið) í gær.
Jónína Ben er að fara í lýtaaðgerð. Nú?? Já, hún er að fara láta taka af sér BAUGfingurinn.

mánudagur, október 03, 2005

Mánudagur í borginni

Allt er með kyrrum kjörum hér í borginni, að því sem ég best veit!!

Ég fékk svo mikið í afmælisgjöf að ég gleymdi að minnast á það sem Eirný gaf mér það var hakkavél á hrærivélina og SHERRY FROMAS sem var á veisluborðinu!!!

Þorvaldur er ekkert búin að gefa út yfirlýsingu um hvenær stóri dagurinn verður. Mig dreymdi að hann yrði 18. október, vonandi verður það fyrr:)

Jæja ég er farin í þjálfun og eitthvað að bæjarast...

Bestu kv
Katla

laugardagur, október 01, 2005

Hálf fimmtug LOKSINS

Takk, takk fyrir kveðjurnar,heimsóknirnar og gjafirnar í gær:)

Nokkrar mundir ykkur vonandi til skemmtunar!!

Morgunkaffi í boði Jóns. Fékk fyrirdiskan í gjöf frá Kolfinnu!!

Afmæliskaffið komið á borð

Græjuð með afmælisgjafirnar. Skór frá mágkonum og fjölsk, taska frá Hrefnu og Bergnýju, hálsmen frá Öldu og Eyþóri+peningur, vinabók frá Soffíu,D&G úr og snjóbuxur (sem á eftir að velja) frá Jóni:), peningur+hárspenna frá M&P, trefill+belti frá Ásdísi og Aldísi. Svo auðvitað Glasgow ferðin eftir áramót frá vinkonunum!!

ÚRIÐ!!!