Í gær meðan ég beið eftir að komast í Röntgen þá ráfaðist ég inní Lyf og heilsu sem er þarna á sama stað. Þar hlustaði ég með athygli á samtal viðskiptavinars og starfstúlku.
Viðskiptavinurinn var ungur maður ca 20 ára. Með ljóst hár niðrá herðar, hann klæddist grænni hettupeysu, svörtum útjöskuðum joggingbuxum og hvítum skóm. Hann var þar að auki mjög sjúskaður og lyktaði einsog skúnkur (hef ekki fundið lyktina af skúnk en þeir geta gefið frá sér miður vonda lykt)
Afgreiðslukonurnar voru 2 á miðjum aldri.
VV:"Hvað er þetta?"
SS: "Þetta er sólhattur"
VV: "Er hann ekki bara til í töfluformi??"
SS: "Nei, líka í fljótandi, einsog þú heldur á"
VV: "Hvað gerir sólhattur??"
SS: "Styrkir ónæmiskerfið"
VV: "Er þetta gott ef maður er með frjókornaofnæmi"?
SS: "Sólhattur styrkir ónæmiskerfið, en læknar ekki frjókornaofnæmi"
VV: "DEY ég ef ég tek inn sólhatt og er með ofnæmi fyrir honum?"
SS: "Ég get ekki svarað því"
VV: Ég spyr, ég ætla ekki að kaupa þetta ef ég dey á því að taka þetta"
(Ca hér þá voru konurnar orðnar ask....þreyttar á þessum rugludalli)
SS: "Þá skaltu bara sleppa því að taka þetta inn ef þú heldur að þú deyir"
VV: "Hvað á ég að taka mikið inn í einu og get ég tekið OF mikið (hræddur um að deyja)?"
SS: "Það eru leiðbeiningar á glasinu og dropateljari"
VV: "Hvar er dropateljarinn?"
SS: "Á glasinu"
Meira heyrði ég ekki af þessu samtali, þurfti að hverfa á braut vegna ógeð...lyktar sem lagði yfir búðina og örugglega nærliggjandi hús.
Ekki ólíklegt að hann hafi keypt sér 3 glös af sólhatt og sprautunálar:(
Mér var boðið á rúntinn í gærkvöldi á flottasta bílnum í bænum (samt ekki celican) og var komið við í ísbúðinni:)!!
Hef ekkert hugmyndaflug til að bulla hér.......þar til næst.............
Blesssssssss