helst í fréttum.....

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Skúra, skrúbba, bóna og fl...

Já, dugnaðurinn hefur farið fram úr björtustu vonum á þessum bænum í dag!! Búin að skúra alla gólffleti í íbúðinni + svalir, þrífa WC og þvo 2 þvottavélar.
Sit núna í eldhúsinu með tölvuna á eldhúsborðinu og háma í mig ýmsu gúmmulaði og mikið af því:) nammm
Annars gengur lífið sinn vanagang. Reikna með að fara norður eftir helgi það er að segja ef Þorvaldur ætlar ekki að lengja sumarfríið til 12 sep.
Ég er voðalega dugleg að ganga án hækju og gengur alltaf betur og betur. Hef samt hækjuna með ef farið er útúr húsi. Ég haltra svolítið en ég verð bara vera dugleg að æfa mig. Spurning að vera ekki með neina hækju í heimsóknina til Þorvaldar:) Reyna að GANGA í augun á honum!!!

Jæja ég læt þetta duga þvottavélin kallar.

Katla

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Andlaus.......

Tja...hvað skal nú segja.
Við röltum útí Krummahóla í gærkvöldi og fórum í heimsókn til leigjendanna okkar. Þau voru bara hress og skemmtileg (enda utan af landi einsog annað fólk sem hægt er að tala við!!) Þeim líkar svo vel í þessu hverfi að þau eru á fullu að leita sér af íbúð hérna til að kaupa. Vilja helst kaupa okkar íbúð því þau eru með 2 börn og finnst gott að búa í íbúðinni okkar og kostur að vera á jarðhæð. En við höfum ekki hugsað það að selja íbúðina ekki strax amk.

Kíkti í þjálfun til Matju í dag, það er alltaf gaman að koma til hennar:)

Ég er að hlusta á Bylgjuna og það er verið að tala um hvernig fólk geti sparað.
Ég held að eina leiðin til að spara sé að eyða ekki peningum sem maður á ekkert í. T.d. yfirdráttur og visa kort!!! Eyða peningum í samræmi við það sem kemur inná reikningnn hjá manni....sniðugt ekki satt???
En við íslendingar erum nú bara þannig að við þurfum að eiga ALLT og helst vera miklu flottari heldur en aðrir í kringum okkur....og hvernig getum við þetta JÚ tekið lán og eða sett á VISA-RAÐ!!!
Æi...ætla ekki að tjá mig meira um sparnað, ég er mjög góð í því að eyða í vitleysu og í sparnað:)

Farin að bora í nefið

Katla

laugardagur, ágúst 27, 2005

Haustið gengið í garð eða hvað??

Komið þið sælir lesendur góðir.
Dvölin í bústaðnum var fín. Veðrið hefði kannski mátt vera betra en við höfðum það gott inn í hlýjunni. Keyrt var um nágranna byggðir Miðhúsaskógar, farið í pottinn og tekin nokkur góð högg á púttvellinum sem er við hliðina á bústaðnum.

Komum heim í gær í blíðskaparveðri. Keyrðum sem leið lá á Þingvöll og þaðan yfir Uxarhryggi og niðrí Hvalfjörð og svo beint í borgina.
Við vorum komin í bæinn um kl.17 í gær.
Ég er búin að fá vinnu þegar þessu brasi á mér líkur (ef því líkur EINHVERNTÍMAN)!!! Ég fer semsagt að vinna á mínum gamla vinnustað en Villi er búin að selja stofuna og nýr eigandi tekinn við. Vona bara að ég geti mætt í vinnu þegar líða fer á haustið.

Ég fór í dag á fund hjá AVON snyrtivörum. HÉRNA getið þið séð gestgjafatilboð næstu vikna. Svo eru mörg tilboð fyrir þær/þá sem mæta á kyninguna. Ef þið viljið bóka kynningu þá bara látið þið mig bara vita og ég mæti með bros á vör!!:)

Ég er líklega að fara norður yfir heiðar eftir helgi eða eftir 1 viku. Held að ég losni EKKI við járnin í þessari ferð:( Ég er farin að gruna að sýklalyfin séu ekki að virka einsog þau eigi að gera. Þetta er allt mjög óljóst....en draumurinn væri að losna við helv....draslið:/

Það var ekki mikið myndað í þessari sumarbústaðaferð en hérna koma nokkrar:)

Hér er vatnskötturinn mættur í pottinn!

Hjálparfoss í Fossá en hann er rétt hjá Búrfelli. Fórum rúnt þangað með Hrafnhildi og Kristjáni.

F I R E !!!!

Að sjálfsögðu er ég fyrst til að setjast við matarborðið, læt sko ekki bíða eftir mér þegar matur er annarsvegar:) nammm

sunnudagur, ágúst 21, 2005

Miðhúsaskógur

Jæja, þá er þessi menningarnótt/kvöld yfir staðin. Eftir flugeldasýninguna kom líka þessi helli temba og þar sem ég hleyp nú ekki hratt var mín og fleiri vel blaut þegar komið var í bílinn. Þetta var ágætis skemmtun þarna niðrá hafnarbakka. Flugeldasýningin var mögnuð, hver önnur bomban flottarri.
Í dag var Jóhannes kendann við Bónus styrktur. Við versluðum í hans ekta verslun fyrir sumarbústaðaferðina. Við munum halda á vit ævintýranna á morgun.
Svo bara kíkið þið í heimsókn með sundfötin, bjórinn, góða skapið og kannski eitthvað gott á grillið. Svo kannski svefnpokann ef þið verðið ekki ökufær eftir ofneyslu áfengis.

Læt kort fylgja með sem ætti að vísa ykkur leiðina. Bústaðurinn sem við munum dvelja í er númer 16.


miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Uppskrift og föndur

Samhliða prjónaskapnum er ég byrjuð að föndra mósaík. Ég fann konu á netinu eða réttara sagt á Barnalandi sem var/er að selja lagerinn sinn af glerflísum og ég keypti slatta af henni....mjög ódýrt og gott. Hrafnhildur kom í gær og föndraði sitt fyrsta mósaík listaverk sem var kertastjaki. Það þarf bara að láta hugmyndaflugið njóta sín.
Smá tilhlökkun er komin í okkur hjónaleysin fyrir sumarbústaðaferðinni. Við ætlum að dvelja næstu vikuna frá laugardegi til föstudags í Miðhúsarskógi. Allir eru velkomnir í heimsókn, bara að hringja og panta pláss.....takið bjórinn með ykkur.
Þetta verður vonandi ágætis tilbreyting að dvelja í bústað. Það verður eitthvað tekið með sér til dundus og NÓG til að bíta og brenna:) svo verður farið í
M E G R U N eftir þessa sukk viku...punktur.

Ég fór í dag að kíkja á þær mæðgur Guðbjörgu og Lilju Ósk (fædd 21.7.2005). Þær eru svo að flytja til Svíþjóðar eftir helgi og verða þar í amk 1 ár:( Þannig að maður fær lítið að knúsa krílið.

Ég ætla að láta fljóta með eina uppskrift sem vert er að prófa við tækifæri.

Magnúsarsæla

Botnar:
1 1/2 bolli sykur
3 egg
1 1/2 bolli döðlur (brytjaðar)
1 1/2 bolli kókosmjöl
1 1/2 bolli suðusúkkulaði (brytjað)
5 msk hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
3 msk vatn eða góður kaffilíkjör
1 msk vanilludropar

Aðferð:
Egg og sykur hrært vel saman. Svo öllu hinu blandað varlega saman. Bakað í 2 lausbotna formum, setjið smjörpappír í formin.
Bakið við 175°c í 25-35 mín
ATH látið kökuna aðeins kólna áður en þið takið smjörpappírinn af. Það getur reynst smá föndur að ná pappírnum af!!!

KREM
3 Eggjarauður
50 gr flórsykur
50 gr smjör
100 gr suðusúkkulaði (brætt)

Aðferð:
Eggjarauður og flórsykur hrært vel saman.
Smjör og súkkulaði brætt saman í botti við vægan hita. Kælt og sett útí eggjahræruna.

Rjómi settur á milli botnanna og kremið yfir....

Bragðast best með ískaldri MJÓLK...hringið bara í mig þegar þið eruð búin að baka:)

Verði ykkur að góðu:)

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Frjáls einsog fuglinn fljúgandi...

Ég settist undir stýri í gærkvöldi á mínum ekta beinskipta WV golf og auðvitað gekk það ljómandi vel. Engar teljandi skemmdir urðu gerðar á mannvirkujum RVK-borgar. Jón sagði EKKERT fyrstu mínúturnar meðan ég sat undir stýri en svo losnaði um málbeinið þegar hann sá að þetta gekk svona glimrandi vel. Ég rúnaði í ca eina klukkustund þá var komið nóg.

Ég gleymdi auðvitað aðalmálinu í sambandi við brúðkaupið. Jón náði að sjálfsögðu EKKI sokkabandinu (veit ekki hvort hann lagði sig mikið fram við það) sem Árni kastaði. OG ég er ekki enþá orðin STÆRRI en Soffía vegna þess náði ég EKKI brúðarvendninum á undan Soffíu. Þó ég hafi nelgt í hausinn á henni með hækjunni þá lét hún ekki bugast og hrifsaði vöndinnn til sín. Segið svo að stærðin skipti ekki máli!!!!
Ég skal standa mig betur næst......

SVO eitt að lokum doktor Þorvaldur Ingvarsson er í sumarfríi til 2 september 2005!!!!

Jæja við erum farin út í rigninguna

Kveðja katla

mánudagur, ágúst 15, 2005

Hvar er Bíldudalur???

Hef ekki heyrt eitt orð frá doktor Þorvaldi.....reyni að komast að því á morgun hvar maðurinn heldur sig. Kannski er hann fluttur til úglanda....ég veit það ekki. Ef þið sjáið kauða látið mig vita.

Við fórum í brúðkaupið Helgu og Árna á laugardag. Fengum far með KB og HE á þeirra ofur fák. Brúðkaupið fór mjög friðsamlega fram og var fallegt og skemmtilegt í alla staði. Maturinn var góður, vínið var gott, ostakakan ágæt og skemmtiatriðin góð:) Svo voru brúðhjónin fallegust:)
Set inn myndir þegar ég fæ þær hjá Soffíu og Sveini. Við vorum ekki með neina myndavél meðferðis vegna þess að hún er eitthvað veik greyið og verið er að lækna hana.

Við fórum niðrá spítala til Hennesar afa og tókum ömmu með okkur heim í Arahóla. Við grilluðum úrbeinaðann bóg fylltum hann með skinku og osti ásmat BBQ. Þetta bragðaðis mjög vel. Svo áður en við skiluðum ömmu í Hofslundinn komum við við í ísbúðinni...nammi namm. Held að ég hafi lagt af um ca 1 kg í dag!!???!!?!?

Er byrjuð í sjúkraþjálfun eftir 1 mánaðr sumarfrí. Hún er mjög ánægð með mig og minn fót. Enda er ég farin að ganga innandyra án hækja. Hún vill ásamt fleirum komast að því hvað myndirnar segja.

Jón tilkynnti mér í kvöld að hann væri að hugsa um að flytja til BILDUDALS!!! Hljómar vel ekki satt??? Þessi tillaga hjá honum fékk LITLAR undirtektir af minni hálfu. Gæti alveg eins flutt á Svalbarða sé né heyri engan mun á þessum nöfnum!!
Haldið þið að það væri ekki munur að bora í nefið á Bíldudal held að maður yrði fljótt búinn að hreinsa vel út nefinu fyrsta daginn.
Veit ekki hvot hægt sé að kaupa í matinn þarna. Vitið þið það???

Læt auglýsinguna fylgja með ef þú lesandi góður hefur áhuga......ef þú átt þér ekkert líf þá held ég að Bíldudalur sé málið fyrir þig!!!

Upplýsingar - Flokkur Húsnæði - Í boði Skoðað 42 sinnum
Ódýrt á Bíldudal !!!!
Tæplega 108 m2 einbýlishús er til sölu að Dalbraut 28 á Bíldudal. 4 svefnherbergi, opinn og vel hirtur garður. Stendur á góðum stað í þorpinu með góðu útsýni.
Tilvalið fyrir þá sem vilja eiga athvarf út á landi...
Hafðu samband við:
Unnur
Verð:: 5,4

--------------------------------------------------------------------------------
Sett inn: ágú 14, 2005 17:12

--------------------------------------------------------------------------------
Rennur út: ágú 28, 2005 17:12

föstudagur, ágúst 12, 2005

Helgin framundan


Ekki einsog skipti máli hvort það sé helgi eða mið vika. Þessir dagar líkjast hver öðrum sérstaklega þegar Jón er að vinna á öllum tímum og ALLTAF í fríi.....sem er bara gaman:) (AMK fyrir mig, veit ekki með hann)
Ég er búin að vera að snyrta heilmikið í vikunni. Kíkti í Garðabæinn til Ömmu og svo á spítalann til afa. Þannig að þessi vika hefur flogið áfram...og ný vika framundan.
Á morgun kemur nýr dagur......og þá munu Helga og Árni ganga inn kirkjugólfið á Eyrarbakkakirkju prúðbúin og elegant. Ég ætla að vera vitni af því þegar glóandi gullið verður sett upp á fingurnar og vonandi ásamt fleirum.
Ég er með þennan fína galakjól (kannski ekki alveg) sem Áslaug á og ég mun klæðast honum á morgun. Splæsti í hvíta ballerínuskó í Hagkaup og svo mun ég vera í jakka sem ég á hérna inní skáp (já þeir eru nokkrir ákv að bæta ekki við í þetta sinn)SVOOOOO kemur bara í ljós hvort ég fái inngöngu inn í kirkjuna eða ekki vegna klæðaburðs..... Búið að versla brúðargjöfina og allt að verða klárt.
Farin verður skot túr upp á Akranes á eftir. Hafliði Sævarsson er að fara á Hvanneyri (held ég) á skrall. Kannski verður tími til að kíkja á unglöbin á Höfða. Jón fer að vinna á eftir og ég er að hugsa um að setjast kannski að hjá Hrafnhildi skuttlu. Hún verður annars ekkert spurð að því!!!
Jæja best að reyna þrífa sig eitthvað og koma sér í föt það er víst kominn dagur:)

P.S. Ég hef ekkert heyrt í Þorvaldi lækni (SURPRISE). Hann er læknir einsog þið vitið og LÆKNAR hafa allan tímann í heiminum og og og og ég ætla ekki að tjá mig meira um lækna!!!!!!!

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Snyrting-verðlisti

Annað slagið er verið að byðja mig um verðlista yfir snyrtinguna sem ég bíð uppá. Hér kemur Verðlisti í öllu sínu veldi:)
Svo eru allir velkomnir að panta hjá mér, ég er með þessa fínu aðstöðu hérna í stofunni hjá mér.

Verðlisti

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Sólhattur styrkir ónæmiskerfið

Í gær meðan ég beið eftir að komast í Röntgen þá ráfaðist ég inní Lyf og heilsu sem er þarna á sama stað. Þar hlustaði ég með athygli á samtal viðskiptavinars og starfstúlku.

Viðskiptavinurinn var ungur maður ca 20 ára. Með ljóst hár niðrá herðar, hann klæddist grænni hettupeysu, svörtum útjöskuðum joggingbuxum og hvítum skóm. Hann var þar að auki mjög sjúskaður og lyktaði einsog skúnkur (hef ekki fundið lyktina af skúnk en þeir geta gefið frá sér miður vonda lykt)

Afgreiðslukonurnar voru 2 á miðjum aldri.

VV:"Hvað er þetta?"
SS: "Þetta er sólhattur"
VV: "Er hann ekki bara til í töfluformi??"
SS: "Nei, líka í fljótandi, einsog þú heldur á"
VV: "Hvað gerir sólhattur??"
SS: "Styrkir ónæmiskerfið"
VV: "Er þetta gott ef maður er með frjókornaofnæmi"?
SS: "Sólhattur styrkir ónæmiskerfið, en læknar ekki frjókornaofnæmi"
VV: "DEY ég ef ég tek inn sólhatt og er með ofnæmi fyrir honum?"
SS: "Ég get ekki svarað því"
VV: Ég spyr, ég ætla ekki að kaupa þetta ef ég dey á því að taka þetta"
(Ca hér þá voru konurnar orðnar ask....þreyttar á þessum rugludalli)
SS: "Þá skaltu bara sleppa því að taka þetta inn ef þú heldur að þú deyir"
VV: "Hvað á ég að taka mikið inn í einu og get ég tekið OF mikið (hræddur um að deyja)?"
SS: "Það eru leiðbeiningar á glasinu og dropateljari"
VV: "Hvar er dropateljarinn?"
SS: "Á glasinu"

Meira heyrði ég ekki af þessu samtali, þurfti að hverfa á braut vegna ógeð...lyktar sem lagði yfir búðina og örugglega nærliggjandi hús.
Ekki ólíklegt að hann hafi keypt sér 3 glös af sólhatt og sprautunálar:(

Mér var boðið á rúntinn í gærkvöldi á flottasta bílnum í bænum (samt ekki celican) og var komið við í ísbúðinni:)!!

Hef ekkert hugmyndaflug til að bulla hér.......þar til næst.............
Blesssssssss

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Halda skaltu hvíldardaginn heilagann

Það var mottó dagsins í dag og það gekk vel:) Enda lítið annað hægt að gera þegar "ofsaveður" gengur yfir höfuðborgina.
Röntgen á morgun og vonandi gleðifréttir nokkrum dögum síðar, BJARTSÝNI.

Ætla að skella inn nokkurum myndum frá austfjarðaferðinni miklu 22 júlí til 3 ágúst 2005.

Katla kanínubóndi

Veiðum sko enga hortitti í Fossánni:)

Eins og í flestum barnaafmælum var farið í leiki og afmælisbarnið fékk að byrja, 24. júlí.

Boðið var til veislu í tilefni dagsins, 27. júlí.

Amælisgjöfin í ár, Citizen Titanium úr.



Bea á leið undir fossinn inní Fossárdal

Varnargarðurinn

Hjónaleysin uppá snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Neskaupsstað. Snjóaði lítið þennan dag!!!

Ég, Jón og Bea að borða pizzu í listigarðinum á Norðfirði. 20 stiga hiti og sól:)

Ég og Bea í góðum gír

Meistarastykki mitt í lopapeysuprjóni......takið eftir skónum:)


Hafið það gott
Kveðja Katla

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Austursól punktur is

Sólarlandaferðir hvað?? Aldrei þessu vant þá var Mallorka veður allan tímann sem ég dvaldi á austurlandinu góða.
Ég hef semsagt lítið sem ekkert farið í tölvu síðustu 10 daga, já heila 10 daga!! Þið hafið vonandi ekki saknað mín mikið, ef svo hefur verið þá er mér bara alveg sama:)
Ég afrekaði að klára prjóna lopapeysuna og nú vantar bara að sauma einn rennilás á hana og þá er hún reddy til notkunnar (vantar sjálfboðaliða í rennilásasaumaskap). Ég fékk svo góðann félagsskap í prjónaskapnum á Fossárdal, þar var stofnuð prjónastofan SÓLIN. Setið var úti í sólinni og prjónað og prjónað.
Við hjónakornin vorum dugleg að veiða okkur til matar, við veiddum 40-50 silunga. Það er ekkert betra á grillið heldur en ný veiddur silungur.
Farin var rúntur á Neistaflug á sunnudaginn. Með í för var Beatrix Möller heimasæta frá Fossárdal. Heimsóttum við Kolfinnu og Ása ásamt því að vera viðstödd brekkusöng og flugeldasýningu sem var bara nokkuð flott. Ekki þarf að minnast á veðrið, það var einsog best getur orðið hér. Þetta var hin ágætasta ferð.
Held að ég sé núna búin að telja upp það helsta sem var gert á austurlandinu fyrir utan eina dala ferð og heimsókn á Breiðdalvík city.
Þetta er fyrsta verslóhelgin síðan 2000 sem ég/við erum ekki stödd í Herjólafsdal, ekkert janfast á brekkusönginn á sunnudagskvöldinu:)En rigningin er ekki jafn skemmtileg:( Aldrei að vita að maður verði staddur þar að ári liðnu!!! Vill einhver koma með?????????????????????????????????????????????????????????? HAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA

Þegar komið var í bæinn í gærkveldi þá gat Katla ekki farið heim til sín fyrr en hún var búin að sækja PUMA skóna sem Áslaug keypti í Tékkó. Þetta eru þeir flottustu í bænum, að sjálfsögðu:) Vildi bara deila þessu með ykkur, ykkur hlítur að líða betur að vita það að Katla er loks búin að eignast PUMA skó!!

Ég er ekki komin í bloggírinn aftur.
Vona að sá gír finnist von bráðar.

Bestu kveðjur
Katla PUMA skó eigandi með meiru......