helst í fréttum.....

miðvikudagur, júní 29, 2005

Meistari Katla.....

Loksins get ég sannað það að ég sé orðin meistari Katla snyrtifræðingur....
Valdi 10. júní 2005 sem dagsetningu á skjalið, mamma á afmæli þá:)


mánudagur, júní 27, 2005

Það eru 179 dagar og........

....19 klukkustundir, 23 mínútur og 30 sekúndur TIL JÓLA:) Spáið í það!!!!
Ég er nú samt ekki alveg komin í jólaskapið en það kemur..

Það er ekkert stórkostleg búið að gerast í mínu lífi og hvað þá síður eitthvað sem hægt væri að slá upp sem forsíðufrétt á Séð og heyrt eða á öðrum slúðurblöðum.

Mamma og pabbi komu frá Dublin á föstudag eftir ágætis ferð til Dublin. OG auðvitað fékk ég litlabarnið (var það amk einu sinni)ilmvatn, boddylotin og sturtusápu merkið er Burberry....rosa góð lykt:) :) Og ég er hæstánægð með þetta og VEL valið!!
Það ætti því ekki að vera skítalykt af mér næstu mánuðina því Jón gaf mér í síðustu viku nýja ilmvatnið frá Naomi Campbell. Ef þið finnið góða lykt þá er Katla að spreyja á sig ilmvatni, hægri vinstri!!!

Í gær fórum við í bæjarferð til Akranes. Við heimsóttum afa og ömmu Jóns, Axel og Möggu. Alda kom svo með okkur í bæinn. Í gærkvöldi (kl. 1 eftir miðnætti)fór Jón með okkur fótagóðu konurnar í sightseeing um Skýrr hf. Þar fengum við að sjá hverja einustu hæð og hverja einsutu kompu og tölvur í öllum stærðum og gerðum......við fengum ekkert að fykta í þeim:(

Í dag fór ég í þjálfun til Matju eftir viku frí. Svo var farið í Kringluna og farið í ca 4 búðir eða svo. Ég hefði getað eitt ca 15 þús í ein leðurstígvél/kúreka....óg...flott en ég hef lítið við þau að gera núna. En sá tími mun koma þegar Katla fer með kortið sitt BARA til að spreða í föt/skó, þá verður fjör!! Vill einhver koma með??? Eftir Kringluferðina var farið með gullhring í viðgerð á Laugarveginn.
Alda splæsti í mat handa okkur á Nings og fengum við ofsalega góðann mat þar:) namm namm takk takk aftur fyrir mig...
Áður en Alda fór í flug austur þá fórum við í Eldhúsval til að skoða eldhúsinnréttingar.

Jæja held að þetta geti ekki verið nákvæmari pistill um það helsta sem hefur gerst síðustu daga!!!
Vona að þið hafið það gott hverjir sem þið eruð sem lesið þetta:)
Bless Katla "rétt að detta í jólagírinn"

fimmtudagur, júní 23, 2005

Hörð samkeppni .......

Jæja.
Hvað haldið þið um þetta er ekki Helgi Hós komin með góða samkeppni. Ha???.
Þannig er að þessar blessuðu kanínur sem ég sendi surprise í afmælisgjöf austur á land í febrúar eru orðnar villtar í Fossárdal. Búið er að gelda annan ræfilinn vegna þess að þeir bræður slógust upp á líf og dauða, vægast sagt!!

Guðný, þú stendur þig vel í skiltagerð. "Frændi" yrði örugglega ánægður að fá þetta skilti að láni til að "mótmæla" í höfuðborginni.

Á skiltinu stendur:
"Hér eru villtar kanínur sleppið EKKI hundum lausum"

þriðjudagur, júní 21, 2005

Síðan eru liðin mörg ár......

Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir í tilefni dagsins..




mánudagur, júní 20, 2005

Myndablogg

Nokkrar myndir sem teknar hafa verið síðustu daga.....

Nokkrar myndir frá "veiði" ferðinni miklu 16. júní 2005

Bjössi skipper, glaður í bragði. Ætli hann sé svona ánægður með veiðina??
EÐA HELDUR HANN AÐ FISKARNIR KOMI INN UM LÚGUNA!!!!?????


Hrafnhildur og Katla velta vöngum hvert skal selja aflann.


Jón draga inn aflann....eða hitt þó heldur.


Ævar Þór tilvonandi aflakóngur.....amk í línuskautasölu!!!


Áslaug að taka fyrir okkur lagið
Sjómenskan, já sjómenskan,
já sjómenskan, er ekkert grín.
Þó skildi ég sigla um eilífðar aldur
ef öldurnar breyttust í vín.


Veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur.


Myndir frá útilegunni 18. júní 2005. Vorum hjá Hvaleyrarvatni.

Namm....smakkast vel...


Katla að rífa í sig sykurpúðum....


Jón krikketmaster


Tja...ætli það sé einhver tapsár eða bara svona góður við lillu systur??!!!


Hrafnhildur sýnir okkur SNILDAR takta

sunnudagur, júní 19, 2005

Kvennréttindadagurinn....

Ég hef alveg gleymt að minnast á að MEISTARBRÉFIÐ ER KOMIÐ Í HÚS, skrautritað og stimplað af sýslumanninum á Eskifirði:) Það á eftir að finna flottann ramma utan um það.
Á 17. júní fórum við aðeins í bæinn og löbbuðum einn rúnt + Kolaportið. Það var ekki þverfóta fyrir fólki í bænum. Við kíktum í Nauthólsvíkina þar var bara einn og einn maður á stangli. Veðrið var nú bara einsog best getur orðið á Íslandinu góða.
Um kvöldið var svo borðuð pizza með heimilisfólkinu á Laugarnesveginum ásamt Evu Björk og frændum hennar 2. Eftir pizzu át var haldið aftur niðrí bæ og hlítt á tónleika á Arnarhóli.
Í gær var svo haldið í stutta útilegu. Með í för voru að sjálfsögðu KB og HE (eða við með þeim). Rúntað var til Hafnafjarðar sem leið liggur að Hvaleyrarvatni. Þar fundum við fyrirmyndar aðstöðu til að grilla og spila krikket. Sjálfsögðu sáu veðurguðirnir að við værum ekki nægielga blaut þannig að hann vökvaði okkur aðeins. En svo stytti upp um síðir. Grillaðir voru fyrstaflokks hamborgarar og svínakjöt....namm namm.....að ógleymdum sykurpúðum.....
Svo var spilað meira krikket ásamt golf og frisby langt fram eftir kvöldi....haldið var svo heim í bólið um miðnætti. Þetta varð hin ágætasta skemmtun og aldrei að vita að þetta verði gert áður en langt um líður:)

Bæjó....
Katla Björk SYKURPÚÐI

föstudagur, júní 17, 2005

Hæ, hó jibbí jey það er kominn 17. júní......

Frumlegur titill svona á 17. júní.....
Hvernig haldið þið að veðrið sé í höfuðborginni í dag?? Það er sól og blíða, annað eins hefur ekki gerst síðan 1911. Ég man efti sól á 17. júní í RVK árið 2000, afhverju man ég það... Jú, þá sat ég við vinnu mína í 118-símaskrá þegar tölvan og borðið hrystust svona all svakalega og allt símasaband slitanði. Kellingarnar í vinnunni örugglega ég líka kölluðu og görguðu " HVAÐ ER AÐ GERAST?" ÞETTA ER JARÐSKJÁLFTI STELPUR" En ekki hvað???

Ég lenti óvart í siglingu í gær. Ég og Hrafnhidlur skuttluðum Jóni niðrí Snarfara þar sem Bjössi, Áslaug og Ævar voru að undirbúa sig undir mikla veiðiverð útá hafið bláa. Þar sem ég var ómissandi í þessa ferð lét ég hífa mig um borð. Ég var með ýmsar skemmtilegar uppákomur!!! Svo var silgt inn í Kollafjörð og rent fyrir fisk. Ekki veit ég hvort veiðimennirnir voru svo afspyrnu lélegir veiðimenn eða hvort enginn fiskur var í sjónum. Amk kom EKKI EINN fiskur né aðrir stórhvelir upp á borðstokkinn til okkar:( isss piss
Svo eftir sjóferðina sátum við uppi með elsku litlu Hrafnhildi. Við þurftum því að skila henni heim til sín en hún þurfti að koma við í verslun áður. Þar var keyptur einn gervirjómi klukkan 23.48 á fimmtudagskveldi. Eitthvað fannst mér þessi verlsun skrítin......Hrafnhildur hélt því fram að Kristján hefði verið að baka sér köku. Ég þurfti að sjálfsögðu að tékka á þessu, hvað átti að nota gervirjóma eftir miðnætti.
Nei, hvað haldið þið?? Við lentum bara í þessari svaka Betty veislu:) nammmm ekki slæmt eftir slakann veiðitúr.

Í gær sá ég merkilega sjón. Hérna á bílastæðinu voru 2 konur vel hærðar að bograst við að laga einhverja bíldruslu. Búið var að taka bæði framdekkkin undan og hamrinn var notaði óspart. Önnur var mikið undir bílnum en hin var meira ofaní bílnum. Ég sem hef ekki mikið vit á bílum velti því fyrir mér að eitthvað mikið væri að bílnum. Ég leit aftur út um gluggan nokkru síðar þá var sama sagan, en verið að berja. Ég hugsaði "guð hvað þær eru duglegar að reyna redda sér". Kvennstolltið barðist um í brjósti mér um stund (kannski einum of orðið aukið hérna).....þar til að ég komst að því að önnur þessara vel hærðu kvenna var AÐ SJÁLFSÖGÐU KARLMAÐUR!!!!

Gott að sinni...skelli inn mynd af sjóferðinni við tækifæri. Farin út í sólin....kaupa ís og candyfloss...

Katla

fimmtudagur, júní 16, 2005

Hopp og hí...

Hvað finnst ykkur um að Dodda litla forsetafrú hafi ferðast með einkaþotu Baugs??
Hverjum er ekki asssk....sama??

Ég fer nú að segja einsog frændi "HVER FANN UPP SÝKLA", fóturinn er ossalega mikið fyrir svona sýkla. Fór og leysti út enn einn skammtinn af sýklalyfjum í gær. Þetta SKAL vera seinasti skammturinn. Enda er ekki ódýrt að versla sér svona sýklalyf 30 belgir á 2.204 kr ísl. 30 töflur af parkódíni kostar rétt um 300 kr ísl!!! Verðið mætti alveg vera öfugt.
Við sem ætluðum að skreppa útfyrir borgarmörkin með fína tjaldið okkar. Bara svona rétt að viðra það. Það er nú ekki öll von úti enn. Það verður amk eitthvað farið:)
Mamma, pabbi og elsta barnabarnið eru búin að vera í RVK síðan á mánudag. Bryndís fór austur í dag með Örvari og en hjónin fara til Dublin á morgun...gaman gaman.
Þar ætlar mamma ásamt fleirum að þenja raddböndin og skemmta Írum.

Ég þykist vera ofsalega myndarleg og er byrjuð að prjóna lopapeysu. Það er mjög gott að safna að sér svona verkefnum sem maður getur svo klárað í ellinni.

Í gær heimsóttun við (ég ásamt m&p) Örvar í Flétturimann þar búa Heiða og Steini (bróðir Örvars), já auðvitað má ekki gleyma aðal heimilismanninum Anton Unnar sem er ca 1 árs. Örvar kom í bæinn til að fá næst síðustu lyfjagjöfina. Foreldrar hans komu með honum í þetta sinn. Meðferðin gengur vel hjá Örvari og er reiknað með að hann klári geislameðferðina í lok ágúst.

Í gærmorgun fór ég í heimsókn Þorvald lækni og konuna hans í heimahús útá Nesi. Voðalega heimilislegt. Fengum okkur ekki morgunkaffi saman. Hann skrúfa eina skrúfu til á græjunni, til þess að fóturinn fjaðri þegar stigið er í hann. Þetta flýtir fyrir gróanda í fætinum. Svo er myndataka um mánaðarmótin næstu. Þá fer nú eitthvað að koma í ljós hvernig þessi fótur grær hratt/hægt. Svo er bara málið að ganga og ganga og ganga meira og stíga sem mest í fótinn. Þess vegna væri MJÖG GOTT að allar sýkingar hættu heimsóknum í fótinn.

Jæja þetta fer nú að verða blogg fyrir næstu 2 vikurnar..........
Hafið það gott
Katla bloggmeistari...

mánudagur, júní 13, 2005

ÞEGAR STÓRT ER SPURT VERÐUR OFT.....??

ESSKURNAR VERIÐ BARA DUGLEG AÐ SKRIFA MÉR EITTHVAÐ SKEMMTILEGT Í GESTABÓKINA-COMMENTIN:)
ÆTLI HRAFNHILDUR,SOFFÍA, MAMMA OG KRITJÁN SÉU ÞAU EINU SEM KOMA HINGAÐ???
NI, ÉG HELD NÚ EKKI...........EKKI VERA FEMIN AÐ KVITTA:)

TAKK TAKK
FARIN ÚT Í SÓLINA SEM SKÍN Í RVK..
KVEÐJA KATLA SÓLARMEGIN Í LÍFUNU

sunnudagur, júní 12, 2005

Afmæli og lítið fleira

Hellú góða fólk....
Lífið gengur sinn vanagang og bara ótrúlega vel!!
Ég var stödd með henni Soffíu minni í draumalandi í nótt. Ég var hjá henni á Akureyri og vorum að máta BUXUR!!! Ég mátaði hverjar gallabuxurnar á fætur annarri en hún vildi endilega að ég keypti mér ljósar sparibuxur, ég var nú ekki að fýla þær. Það gerðist nú lítið annað í þessum draumi nema þegar við ætluðum að fara heim til okkar þá var sprungið dekk undir bílnum....svakalegur draumur maður:) Ég vona að þessi draumur rætist nú bara fljótlega...amk langar mig óg...mikið að klæða mig í gallabuxur og kaupa mér föt. Soffía afhverju viltu að ég kaupi mér ljósar sparibuxur??

Jón tók tvær aukavaktir um helgina því hef ég að mestu að vera ráfast hérna ein um. Ég hef bara haft það mjög gott, bakaði þessa ljúfengu skúffuköku í gær hún ætti að duga mér út sumarið!! Verst að allt sem maður étur sest á hel...rassinn á manni. En ég er ekki farin að örvænta neitt enn ég er léttari heldur áður en ég fór í aðgerðina:) Þá segja sumir...eru vöðvarnir þá ekki að rýrna Katla?..Ég geng ca 1 km á dag og lyfti lóðum í þjálfuninni 3-5 sinnum í viku:) En samt sem áður minkar rassinn ekki neitt!!!!!!

Bjartmar Þorri Hafliðason á 18 ára afmæli í dag. TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN:) Þessi "smábörn" eru bara að ná manni í aldri...alveg ótrúlegt hvað tíminn líður. Þau verða komin með börn áður en maður sjálfur fer að hugsa um það:) hehehe

Bjartmar Þorri Hafliðason 2005

föstudagur, júní 10, 2005

Hún á afmæli í dag....

Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún mamma
hún á afmæli í dag:)
Hún er á besta aldri hún mamma
hún er á besta aldri hún mamma
hún er á besta aldri hún mamma mín...............
TIL HAMINGJU MEÐ DAGIN ELSKU MAMMA!!!!

Myndin er tekin í Hróðmundarey Föstudaginn langa 9. apríl 2004.
Mamma og nafna hennar Áslaug Stefanía, svo glittir í mæðginin Öldu og Jón:)

miðvikudagur, júní 08, 2005

Stærðin skiptir máli....amk í Kína

Loksins er kominn fallega grænn litur á gróðurinn hérna í Reykjavík. Núna má hætta að rigna og sólin láta sjá sig:)
Fóturinn er eiginlega hættur að kvarta enda búið að láta finna fyrir sér og láta hafa fyrir sér. Ég fór til Sigurveigar læknis á Borgarspítalanum í gær. Þorvaldur sendi mig til hennar. Hún skoðaði græjuna lét mynda fótinn. Henni leist vel á fótinn og það er góður gróandi í fætinum, hún segir að ég stígi alveg nóg í fótinn:)
Hún sagði að það væri alveg raunhæft að ég losnaði við járnadótið eftir ca 2 mánuði. Það væri nú ekki slæmt:) En tíminn mun leiða það í ljós....
Skipt var um hurð hérna fram á gang í gær. Það er verið að skipta um hurðir í allri blokkinni.
Í dag stendur yfir tiltekt í Arahólum, íbúð 6B. Það er verið að skipuleggja draslið hérna og HENDA:)
Í fréttum í vikunni var talað um lengingaraðgerðir í Kína. Í Kína er vinsælt að láta lengja sig svo maður hafi meiri möguleika t.d. atvinnulega séð. Talað var við konu sem rekur verslun, hún var frekar lágvaxinn og var að láta lengja báðar fætur um 5 cm. Tilgangur hennar með að fara í svona aðgerð er sá að hún heldur að henni eigi eftir að ganga betur í verlunarrekstrinum. Sjúklingurinn borgar 800 þús fyrir aðgerðina. Þessar aðgerðir eru vinsælar í Kína einsog t.d. brjóstastækkun hérna á Íslandi.
Jæja best að halda áfram í tiltektinni.....

laugardagur, júní 04, 2005

Ónei.......

Sýking ennog aftur í helv.....fótinn:( Ég sem hélt að næstu vikur yrðu sæluvikur. Ég byrjaði á penzilíni í gærmorgun og bólgan hefur eitthvað minnkað en það er helvíti á jörðu að standa upp....þá svíður mig svo í kringum efsta pinnan. Núna er ég semsagt með verkjatöflu í annari, penzilín í hinni og nammi pokinn ekki langt frá. En allt mun þetta taka enda.
Ég fór í pass á Laugarnesveginn í gær. Þar var stjanað við mig einsog prinsessu enda átti ég osssalega bágt (amk reyndi ég að láta þannig).
Ég er búin að tala við mömmu og tengdó til að láta vorkenna mér og líður mér mun betur eftir það!!! Komst reyndar að því að það eru fleiri sem eru veikir og veikari en ég:(
Jón er á næturvakt í nótt og næstu 2 nætur. Þannig að næstu 3 nætur hef ég 1.82 m til að velta mér á:)
Það eru 2 fermingar fyrir austan og er ég bara fegin að hafa ekki átt flug í gær austur á land....
Ég og Jón fórum í vikunni til að skoða draumabílinn minn.
Þessa týpu þarf að flytja inn frá USA!! Maður má nú láta sig dreyma, en sumir draumar verða OFT að veruleika!!!!:)
Ég fer bara í draumastarfið og þá er bílinn í höfn:)

Nóg um mína draumóra
Kveðja Katla

miðvikudagur, júní 01, 2005

Síðasta myndin í lengingunni

Ætla skella inn mynd af fætinum hún var tekin 30.5.2005.
Ég er semsagt hætt að skrúfa og næst á dagskrá er að stíga sem mest í fótinn svo hann grói hratt.
Læknirinn segir að fóturinn líti ágætlega út og lengra verði ekki farið í skrúfa. Enda komnir ca 6 cm og er það bara vel af sér vikið.