ALLIR Í BLÓÐBANKANN Á MORGUN!!!
Ég veit ekki hvað ég ætti að skrifa um hérna í dag. Það er sól og sumar í Reykjavíkinni í dag og við tókum okkur göngutúr í góðaveðrinu ásamt því að rúnta aðeins í bæinn. Ég er búin að redda öllu til þess að sækja um meistarabréfið. Svo þarf að senda öll gögnin austur til Sýslumansins. Þá er bara að vona að ég hafi nóga marga tíma uppáskrifaða frá meistara. Það kemur í ljós.....
Ég er að fá unga konu í snyrtingu til mín núna á eftir. Ef þið farið í Blóðbankann á morgun þá komist þið að því hver hefur verið hjá mér í snyrtingu.....:) Ég mæli með því að ALLIR sem lesa þetta blogg skuli fara í Blóðbankann á morgun:) Er það ekki Hrafnhildur?? Vantar þig ekki tilraunadýr?? Þú kannt skyndihjálp upp á 10??
Hrafnhildur á eftir að fara á kostum í blóðtökum í sumar!!!
Við vorum með matargesti á sunnudagskvöldið. Við elduðum þennan líka ljúfenga lambahrygg ofaní liðið.... Eftir matinn var svo boðið upp á siglingu um höfin blá og fóru aðeins Pétur og Jón í þá skemmtiferð. Aðrir höfðu góðar og gildar afsakanir:)
Myndin sem fylgir með í dag er af frændum mínum á Hornafirði. Björgvin er við stýrið og Júlíus fær að fljóta með. Vona að þessi ferð hafi endað vel:)