helst í fréttum.....

þriðjudagur, maí 31, 2005

ALLIR Í BLÓÐBANKANN Á MORGUN!!!

Ég veit ekki hvað ég ætti að skrifa um hérna í dag. Það er sól og sumar í Reykjavíkinni í dag og við tókum okkur göngutúr í góðaveðrinu ásamt því að rúnta aðeins í bæinn. Ég er búin að redda öllu til þess að sækja um meistarabréfið. Svo þarf að senda öll gögnin austur til Sýslumansins. Þá er bara að vona að ég hafi nóga marga tíma uppáskrifaða frá meistara. Það kemur í ljós.....
Ég er að fá unga konu í snyrtingu til mín núna á eftir. Ef þið farið í Blóðbankann á morgun þá komist þið að því hver hefur verið hjá mér í snyrtingu.....:) Ég mæli með því að ALLIR sem lesa þetta blogg skuli fara í Blóðbankann á morgun:) Er það ekki Hrafnhildur?? Vantar þig ekki tilraunadýr?? Þú kannt skyndihjálp upp á 10??
Hrafnhildur á eftir að fara á kostum í blóðtökum í sumar!!!

Við vorum með matargesti á sunnudagskvöldið. Við elduðum þennan líka ljúfenga lambahrygg ofaní liðið.... Eftir matinn var svo boðið upp á siglingu um höfin blá og fóru aðeins Pétur og Jón í þá skemmtiferð. Aðrir höfðu góðar og gildar afsakanir:)

Myndin sem fylgir með í dag er af frændum mínum á Hornafirði. Björgvin er við stýrið og Júlíus fær að fljóta með. Vona að þessi ferð hafi endað vel:)


laugardagur, maí 28, 2005

Allt tekur enda

Í dag hætti ég fyrir fullt og allt að skrúfa fótinn í sundur!!! Næsta mál á dagskrá er að láta fótinn gróa saman. Það getur tekið langan langan tíma...:(

Í dag fórum við í Mosfellsbæinn og ég verslaði mér lopa í peysu. Lopinn kostaði heilar 1.820 kr!! Peysan sem prjónuð á mig í vetur var 15 nr of stór á mig. Ég ætla að biðja ömmu mína að prjóna þessa peysu.

Fann þetta á netinu, betra að taka það fram svo ég særi ekki viðkvæmar sálir:)

Gullmolarnir hans Gísla Marteins... á Júrovísion......Hér koma nokkrir...

""svo þessi veðbanki getur bara tekið þessar spár sínar og
stungið þeim upp í....(löng þögn)...rassvasann á sér!".

"ooo ég var búin að gleyma að Ísland byrjaði á Æ-i".

"Hún er ekkert ógeðslega ljót".

Flytjendur Noregs; "Búningarnir eru svo þröngir að það sést
hverjar trúar þeir eru".

Le Danir fá þrjú stig".

"Já, já. Þær eru eistneskar stelpurnar frá Sviss".

"Hér stígur hún á stokk með lagið Touch my fire eða Komdu
við kvikuna á mér".

Flytjandi Möltu var sver og mikil ung kona og þá segir
Gísli Marteinn; "skyldi þessi fá að ættleiða?".

..."sykurpúði og hunangskoddi"...Um flytjanda Kýpur.

"jæja nú uppfyllti Kýpur eina skilyrðið sem það þurfti að
gera til að fá 12 stig frá Grikklandi en það var að mæta á
svið sem og hann einmitt gerði".

Um verðlaunagripinn. "Þetta er skíragull...þetta er sko
ekki gullið sem ég var að tala um áðan".

Af BLOGGINU hjá Gísla Marteini á rúv; "Okkur finnst mjög
fyndið að þetta heiti Kievsky, því þegar við erum að
þykjast tala úkraínsku, endum við allt á -skí endingunni.
Einn hambúrginskí og kókskí takk. Takkskí. Og það eru tveir
veitingastaðir á hótelinu. Getiði einu sinni hvað þeir
heita. Evrópeskí og Slóvenskí. Það er náttúrulega
brilljantskí, einsog Vala Matt myndi segja ef hún væri
úkraínskí"."

föstudagur, maí 27, 2005

Sól og sumar....

Ojá það er sko sól:)

miðvikudagur, maí 25, 2005

Fyrstur með fréttirnar.....Fréttin á mbl.is

Skógareldur í Breiðholtinu.....

Einsog myndir sýnir þá logar á 3 stöðum í skóginum hérna fyrir neðan (klukkan 19.00 þann 25.5.2005)

Lífið gengur sinn vanagang...

Ég sé loksins,loksins fram á að klára að skrúfa, sá dagur rennur upp líklega á mánudaginn nk. Þá fer ég í myndatöku og mælist fóturinn þá vonandi 6 cm lengri. Það bættist við auka cm eftir myndatökuna/lengdarmælinguna sem ég fór í föstudaginn 13. maí. Þorvaldur læknir var í bænum á mánudaginn síðasta og fór ég til hans í spjall. Hann var bara ánægður með mig og minn fót. Svo kemur hann aftur um miðjan júní og þá ætlar hann að skrúfa græjuna eitthvað til svo myndist fjöðrun í fætinum og þá verður beinið fljótara að gróa. Hann gat né vildi ekkert segja hvenær ég myndi losna við herlegheitin af fætinum, hann sagði að það kæmi bara í ljós með myndatökum.
Í gærkvöldi var gerð hæðamæling á mér hérna í Arahólum.....og mælist hæðin á mér 1.67 m jebb....ég hef semsagt stækkað um 3 cm (var 11 janúar 2005 1.64 m):) Geri aðrir betur!!!!!! Svo fer önnur mæling fram seinna í sumar.
Ég hef verið að hringja hingað og þangað til að fá tilheyrandi vottorð svo ég geti sótt um meistarabréfið. Ég þarf sakavottorð,búsforræðisvottorð sem sýnir að ég sé ekki gjaldþrota, einkunnir, sveinsbréf og vottorð frá meistara.
Læt þetta gott heita í bili
Kveðja Katla RISI!!!!
Þessi mynd er tekin 21 maí 2005, Foss á Síðu

laugardagur, maí 21, 2005

Áfram Noregur.....................

Ég er að horfa á stigagjöfina í Eurovisionkeppninni. Það hefði nú verið skemmtilegara að Selma hefði verið með í kvöld. Hvernig væri bara að senda NYLON á næsta ári og hafa þær fáklæddar og Einar Bárða dansa!!!??? Nei, þetta er bara hugmynd...
Veran á austurlandi var fín þó svo að kuldinn hafi bitið í mann. Ég kíkti aðeins í fjárhúsin á Fossárdal svona til að sjá litlu sætu lömbin. Nú er ég orðin eigandi að gimbur á Fossárdal. Hún er golótt en hefur ekki hlotið nafn enþá.
Við keyrðum til Rvk í gær og stoppuðum í kaffi hjá Guðnýju á Hornafirði. Við fengum t.d. ný bakaðar kleinur...nammmm Þær voru ossalega mikið góðar. Spurning að kleinurnar hennar mömmu séu komnar í harða samkeppni??
Ég er enþá að skrúfa og reikna ég með að á mánudag verði ca 1 cm eftir að skrúfa. Það sem kom útúr myndatökunni föstudaginn fyrir viku síðan var að munurinn á þessum fótum mínum er/var 6-6,5 cm!!! Jebb...
Í dag fékk ég sent heim að dyrum þetta flotta heillaskeyti. Já, frá hverjum spyrjið þið kannski. Það er frá engum öðrum en bæjarstjóranum á Akureyri, Kristjáni Þór Júlíussyni. Hann sendir mér hamingjuóskir í tilefni dagsins og bjarta framtíð!!! Ég reikna semsagt með því að hafa náð öllum 3 áföngunum og sé því komin með meistararéttindi.??!!! Vona að ég fái prófskirteinið sent eftir helgi.
Læt þetta gott heita í bili
Njótið kvöldsins og áfram Noregur......

laugardagur, maí 14, 2005

Brottför innan tíðar....

Ég er búin að taka okkur til og núna bíð ég eftir að bílstjórinn vakni til lífsins.

föstudagur, maí 13, 2005

Sumar í Reykjavík...??

Það er týpikal sumarveður í Reykjvaíkurborg, semsagt þoka og rigning:/ Það er gott fyrir gróðurinn!!

Annars er allt gott að frétta af mér og mínum. Mér til mikillar skemmtunar þurfti ég að fara í myndatöku í Domus í dag. Vegna þess að það voru ekki teknar réttar myndir af báðum fótum á mánudag. Ég fór í svokallaða ganglimamælingu/myndatöku. Þá er notuð allt önnur röntgengræja og það er læknir sem tekur þær myndir. Svo þarf að mæla þessar myndir fram og til baka, til þess að sjá hvað munar mikilu á fótunum núna.

Stefnan er að keyra austur á land á morgun. Jón er á síðustu næturvaktinni í nótt og þá er hann kominn í viku frí. Maður verður nú að fara í sveitina til að sjá liltu sætu lömbin fæðast og klappa þeim. Svo er spáð svo góðu veðri á austurlandinu....spurning hvort það standist nú!!

Ég eignaðist litla frænku 10. maí sl. Hún er dóttir Brynjars og Maggýjar. Agalega mikil dúlla.....

Tja....ég er algjörlega tóm fyrir skriftir þessa stundina...
Hafið það gott um helgina.
Kveðja Katla

mánudagur, maí 09, 2005

Bara nokkrir mm eftir.....ekki cm...

Eftir lítinn næstursvefn var haldið í stærðfræðipróf og gekk að bara ágætlega, þar til annað kemur í ljós. Þá er bara að bíða hvort ég fá plagg upp á "meistari Katla".
Eftir prófið var farið í enn eina myndatökuna. Það lág bara vel á kellunum í Domus enda lítið að gera. Myndirnar sögðu að ég væri búin að skrúfa 41mm sem er bara mjög fínt. Það næsta er að ákv hvað ég ætla að skrúfa mikið. Teknar voru myndir af báðum fótum og svo verða myndirnar mældar í bak og fyrir. Það er misjafnt hver mælir hver munurinn er. Domus Medica mælir 5 cm en Landspítalinn 6.3. Einhvernvegin hljómar 5 cm betur:) Þessi mismunur á mælingum fer eftir því hvernig reglustikan er sett á blaðið. Þorvaldur segir að við séum að stefna að 5 cm það sé ca mismunurinn.
Meistari Þorvaldur verður í höfuðborginni 23 maí og þá fer ég að hitta hann.

Þar sem ég er spurð að því mjög OFT hvort ég geti ekki farið að henda hækjunum, spurði ég Þorvald að þessu. Hann sagði að það væri eðlilegt að geta ekki lappað án 2 hækja því það vantar jafnvægi og svo vantar "bein nr 2" eins og hann sagði. Ég þarf að vera dugleg að æfa mig og svo kemur þetta hægt og rólega. Þannig góða fólk ég verð á hækjum eitthvað lengur, þar til beinið fer að harna og veita stuðning.
Ég var farin að hafa áhyggjur af því að ég gæti ekki lappað með eina hækju. Þannig að ég get verið ánægð með mínar 2 rauðu hækjur!!

Þar sem ég er komin í sumarfrí frá skólanum þá ætla ég að taka upp hannyrðir og hvíla tölvuna aðeins. Ég hef eitt óklárað stykki hérna innískáp sem ég ætla að rumpa af þannig að ég geti farið og keypt mér eitthvað skemmtilegra til að gera. Hrafnhildur hvernig gengur með þitt stykki??

Verið þið blessuð í bili....
Katla komin með leið á að hanga í tölvunni:(

sunnudagur, maí 08, 2005

Tvær afmæliskveðjur:)

Halló
Það er allt gott að frétta. Er að læra fyrir stærðfræðipróf.
Er svo að fara í Lyfju að ná mér í annan penzilín skammt. Það er komin aftur sýking í neðsta pinnan.
Afmælisbarn gærdagsin er Þórunn Hjartardóttir, innlega til hamingju með daginn:)
í dag á Halla Jónsdóttir afmæli (amma Jóns)
Í dag komu hingað í heimsókn 3 konur en þær eru þessa stundina að innrita sig í flug til Egilsstaða.
Þar til næst
Bæjó

föstudagur, maí 06, 2005

1+1=???

Ég ætlaði bara rétt að láta vita af mér. Þið haldið örugglega að ég sé að fara yfir um af stærðfræðilærdómi, en svo er ekki!! Ég passa mig að hvíla mig vel eftir hvert dæmi:)

Annars er ekkert merkilegt að frétta. Ég bíð bara eftir að mánudagurinn er búinn þá fer maður að hugsa um allt annað en lærdóm og kemur líka í ljós hvað ég á eftir að skrúfa fótinn mikið í sundur!!.

Ég er byrjuð að mæta í Hreyfigreiningu til hans Gísla. Mér líkar ágætlega að vera þarna. Ég er búin að fá program sem ég get farið eftir.
Stefnan er sett á Laugarnesveginn í kvöld annað kvöldið í röð...össsss.

Svo má ekki gleyma afmælisbörnum dagsins. Kristín Hanna systir og Bergný frænka eiga báðar afmæli í dag. TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!!!!

Jæja best að glugga í bækurnar
Góða helgi
Katla

mánudagur, maí 02, 2005

Vínber eru góð....

Ég er að háma í mig þessum líka ljúfengu vínberjum...nammmm
Nóg um það..
Mér gekk bara ágætlega í prófunu í dag. Eftir prófið brunuðum við í Domus til að fara í röntgen. Röntgenlæknirinn mældi bilið sem komið er og mældi hann 3,4 cm!! Ég vona að það sé rétt mælt hjá kallinum. Á næsta mánudag á svo að mynda báða fæturnar til að ath hversu mikið ég þarf að skrúfa í viðbót. Loksins er maður farinn að sjá fyrir endann á því að geta hætt að skrúfa, bara hann grói ekki saman þessi elska!!

Í kvöld verður sýndur þáttur á Stöð 2 um Helga Óskarsson sem fór fyrir 20 árum til Síberíu í lengingaraðgerð. Af því tilefni ætlar Hrafnhildur að kippa mér með sér heim. Hún er þessa stundina að keyra frá Akranesi eftir sitt fyrsta próf. Auðvitað ætlum við að fá okkur eitthvað ossssalega gott að borða, það er ekki einsog þessir kallar séu heima til að elda!!!

Ég óska ömmu minn henni Kristínu innilega til hamingu með afmælið.

Jæja Grani ehf búinn að hringja og þá er bara að koma sér út!!
bæjó

sunnudagur, maí 01, 2005

1.maí-frídagur verkamanna

Hversu ömurlegt er að hafa lögboðinn frídag á sunnudegi? Ætli frændi hafi búið til flott spjald í tilefni dagsins? Eða ætli hann hafi bara farið með spjaldið sem á stendur "hver fann upp sýkla?"
Amk fór 1.maí friðsamlega fram hjá okkur hjónaleysum. Tókum formlega við lyklavöldum af íbúðinni. Við erum semsagt orðin formlegir íbúðareigendur, það er nú vel af sér vikið:)Eigum eftir að borga smotterí í júlí.
Jón er farinn að hafa áhyggjur af uppvexti mínum. Já, ótrúlegt en satt þá sér maður mun á hæðinni. Enda búin að stækka um 3 cm. Fer bráðum að "líta niðrá" Jón greyið...heheheheh
Á morgun klukkan 12.15 fer ég í minn gamla skóla FB og tek próf í reikningskilum. Ég er mikið búin að velta fyrir mér meðan ég hef átt að vera læra fyrir reikningskil hvað fær fólk til að fara í Háskóla?? Jú, líklgega til að læra. En hvernig er hægt að sitja yfir skólabókum alla daga frá 8-16 eða lengur og lesa og lesa?? Ég hlít að vera með ATHYGLISPEST á HÁU stigi. Þegar ég er búin að læra í ca 1-2 klst þá þarf ég að taka mér amk 6 klst PÁSU frá lærdómi. Ég er samt að hugsa alvarlega að fara í Tanntækninám næsta haust, það verður betur skoðað þegar nær dregur haustinu.
Væri ekki sniðugt að opna tannlæknastofu sem líka væri boðið upp á alhliða snyrtingu?? T.d. þegar ÞÚ kæmir til að láta draga úr þér endajaxl, þá gæturu í leiðinni fengið fótasnyrtingu eða handsnyrtingu. Ekki slæmt það!!
Fóturinn hangir á mér enþá. Ég fer í myndatöku á morgun og ég er ekki búin að redda mér GLEÐIPILLUM fyrir staffið í Domus. Þær hljóta að vera endurnærðar eftir 1. maígönguna.
Það er stíft að skrúfa, en trúir maður ekki öllu sem læknar segja? Þorvaldur sagði nefnilega þegar ég var hjá honum seinast (og þar seinast) að þetta grær ekki saman aftur meðan ég skrúfa. Ég skrúfa 1,25 mm á dag. Ég held að það sé eitthvað að togast í sundur í fætinum. Og ef þetta grær saman áður en ég næ 4 cm þá er ég farin að gruna Þorvald um að sprauta lími í fótinn í hverri svæfingu.
Haldið þið ekki að TR hafi ekki bara borgað hluta af ferðum mínum til Akureyrar án þess að ég færði lögheimilið mitt. Þeir borguðu ekki 15 þús..veit ekki afhverju. Ég veit ekki hvort gerði útslagið að ég sendi Jóni Kristjánssyni nokkrar línur í tölvupósti um daginn og veginn. Ég á sko eftir að hringja í TR bara til að monta mig að ég hafði betur.
Góðar stundir