Laugardagur í sól og sumri
Komið sæl þið sem lesið þetta, líka þeir sem hafa ALDREI kvittað fyrir sig í gestabókina en eru reglulegir gestir:)
Það er allt gott að frétta. Jón og Ármann eru að klippa í garðinum og er ég að velta fyrir mér að hökta til þeirra á eftir. Leigendurnir eru að flytja í íbúðina og getur verið að við bíðum með að skipta um parket. Það semsagt lak vatn af ofni í stofunni og parketið blotanði. Tryggingarnar borga skemmdirnar. En núna þegar parketið er orðið þurrt þá sést lítið á því. Þetta er allt í athugun....
Ég litaði og plokkaði elsku litlu sætu mágkonu mína í gær og einsog alltaf þegar ég hef farið höndum um hana er allt annað að sjá gripinn. Ásdís var svo elskuleg að lita mig, það gekk svona ljómandi vel hjá henni:)
Farin var ferð á Laugarnesveginn í gærkvöldi. Þar voru allir hressir og kátir einsog alltaf. Mældur var þrýstingurinn hjá öllum með nýjum blóðþrýstingsmæli af flottustu gerð. Ég á eftir að drepast úr einhverju öðru en of háum blóðþrýstingi og þarf því ekki einsog er að PASSA ÞRÝSTINGINN:)
Ég fór og náði í fréttablaðið áðan sem er svosem ekki frásögufærandi. Í ferðinni hitti ég þennan fjallmyndarlega mann (sem ég hef ekki séð hérna áður) sem var líka að ná í fréttablaðið sitt. Ég fræddi Jón á því að í blokkina væri fluttur nýr og svona líka myndar maður. Nei, Katla þessi maður hefur búið hérna EINN í amk 2 ár!!!! Og hann er ný búinn að ná sér í "ljóta" konu með 2 börn (Jón sagði þetta). Sko, Jón er með á hreinu hjónabönd nágrannana. So sorry þið sem eruð á lausu/föstu og eruð að leita að góðu/betra mannsefni ég bara vissi af þessum manni hérna handa ykkur.
Hafðu það gott kveðja úr Arahólum þar sem FALLEGA, FRÆGA OG RÍKA FÓLKIÐ BÝR:)