BOBBY ER KOMIN HEIM ....
Ég var vitni af því þegar þota með þessum blessaða Bobba flaug hérna yfir borgina. Ég get nú ekki sagt að það hafi verið gleði hjarta mínu. Er ekki nóg af vitleysingjum hérna þó það bætist ekki einn klikkhausinn við?? Við gætum sent einn vitleysing frá Litla Hrauni til Japans í plássið hans Bobba?
Veit ekki hvort það var meira tilstand þegar Keikó kom hingað. AMK var útlitið skárra á Keikó heldur en þessum kafloðna gerpi sem steig útúr flugvélinni.
Af fætinum er allt gott að frétta. Hann lengist loksins samkvæmt áætlun. Hann lengdist 4-6 mm sl. Viku og er það bara samkvæmt bókinni. Vona ég bara að þetta eigi eftir að ganga einsog er búið að ganga síðustu daga. Ég hef ekki verið með verki síðan á laugardag, enda hélt ég að maður gæti ekki fundið svona mikið til:(
Stefnan er að fara austur á land á morgun eða laugardag. Og vera þar fram að næstu helgi. Jón er að vinna í nótt og ég ætla/ætlaði að pakka fötunum okkar niður núna.
Við fórum og keyptum okkur páskaegg í dag...nammmm
Hef ekki meira til að tjá mig um.
GELÐILEGA PÁSKA
Blómið gaf Alda Jónsdóttir mér...TEK ÞAÐ FRAM AÐ "BLÓMIÐ ÞARF AÐEINS AÐ LIFA YFIR PÁSKANA...EFTIR PÁSKA MÁ HENDA ÞVÍ Í RUSLIÐ OG SEGJA BLESS BLESS" ....Hún þekkir mig og mína grænu fingur:)