helst í fréttum.....

föstudagur, mars 25, 2005

BOBBY ER KOMIN HEIM ....

Ég var vitni af því þegar þota með þessum blessaða Bobba flaug hérna yfir borgina. Ég get nú ekki sagt að það hafi verið gleði hjarta mínu. Er ekki nóg af vitleysingjum hérna þó það bætist ekki einn klikkhausinn við?? Við gætum sent einn vitleysing frá Litla Hrauni til Japans í plássið hans Bobba?
Veit ekki hvort það var meira tilstand þegar Keikó kom hingað. AMK var útlitið skárra á Keikó heldur en þessum kafloðna gerpi sem steig útúr flugvélinni.

Af fætinum er allt gott að frétta. Hann lengist loksins samkvæmt áætlun. Hann lengdist 4-6 mm sl. Viku og er það bara samkvæmt bókinni. Vona ég bara að þetta eigi eftir að ganga einsog er búið að ganga síðustu daga. Ég hef ekki verið með verki síðan á laugardag, enda hélt ég að maður gæti ekki fundið svona mikið til:(
Stefnan er að fara austur á land á morgun eða laugardag. Og vera þar fram að næstu helgi. Jón er að vinna í nótt og ég ætla/ætlaði að pakka fötunum okkar niður núna.
Við fórum og keyptum okkur páskaegg í dag...nammmm
Hef ekki meira til að tjá mig um.
GELÐILEGA PÁSKA

Blómið gaf Alda Jónsdóttir mér...TEK ÞAÐ FRAM AÐ "BLÓMIÐ ÞARF AÐEINS AÐ LIFA YFIR PÁSKANA...EFTIR PÁSKA MÁ HENDA ÞVÍ Í RUSLIÐ OG SEGJA BLESS BLESS" ....Hún þekkir mig og mína grænu fingur:)

miðvikudagur, mars 23, 2005

Uppskrift að fullkomnu lífi?

Fyrst sæki ég um að komast að í þættinum You are what you eat og kemst þá að því að matarræðið er snarbilað, en eftir að kellingin fer þá held ég samt bara áfram að éta og fitna meira. Þá fer ég í megrunarkeppnina The Biggest Loser og næ af mér nokkrum kílóum. Nú til að fá final touchið á þetta þá fer ég í The Swan og fer í nokkrar lýtaaðgerðir og fitusog, ekki veitir af.. en í lokaþættinum þá kemst ég ekki áfram í fegurðarsamkeppni the Swan, þannig að þetta hefur ekki virkað alveg. Þá fer ég í Extreme Makeover og læt taka mig ærlega í gegn, skipti bara um andlit og sýg alla
fitu úr líkamanum.

Þá er ég heldur betur orðin flott og fer í Americas Next Top Model þáttinn og geri gott þar.. en tapa. Nú er ég orðin soldið fúl og einmana, á engan kall nebblega. Best að fara í Bachelorette og ná mér í einn ríkan og myndarlegan. Geri það, en þegar þáttaröðin og það er búið, vantar einhverja spennu í sambandið, þannig að við förum í Temptation Island... en þar endar það með að við hættum saman því við héldum bæði framhjá. Þá langar mig bara að vera dáldið sjálfstæð og verða rík..

Þannig að ég fer í Survivor, þrauka alveg í 36 daga en lendi í 3. sæti ohhh ég fæ ekki einu sinni 100 þús dollara.. fer heim, alveg í rusli. En ég er ennþá sæt eftir lýtaaðgerðirnar og sílíkonbrjóstin hanga ennþá uppi.. og þar sem mig langar aftur í kærasta, þá skrái ég mig í Djúpu laugina.. næ mér þar í einhvern lúða sem býr í ljótri íbúð í Fellunum og er frekar subbulegur. En það er allt í lagi, ég hringi bara í vini mína í Queer eye for the Straight Guy og þeir koma og henda manninum mínum í klippingu og kaupa ný föt á hann, rí-dekkorreita svo íbúðina, allt voða flott og hann biður mig um að giftast sér í lok þáttarins, sem ég geri.

Við förum þá auðvitað með brúðkaupið í Brúðkaupsþáttinn Já og vinnum svo ferð í Karabíska hafið, voða rómó. En á skemmtiferðaskipinu þá verð ég ólétt.. eignast svo krakka og eftir 2 ár er hann farinn að stjórna öllu, þannig að ég hringi í The Nanny og fæ hana til að kenna okkur að ala upp krakkann og láta hann ekki ráða öllu.

Nú er allt komið í drasl aftur.. Þannig að ég hringi bara í Heiðar vin minn Snyrti og fæ hann að koma með þáttinn Allt í drasli og taka til... vá hvað það verður allt fínt hjá okkur! Þá er nú kominn tími til að hringja í Völu og við komum í Innlit Útlit, en við þurfum svo að stækka við okkur því að það er annað barn á leiðinni, þannig að við förum bara með íbúðina í þáttinn Allt undir einu þaki, seljum hana og kaupum stærri.

Árin líða og þetta endar allt með því að ég er búin að skilja við kallinn sem hélt framhjá mér, lýtaaðgerðirnar sem voru gerðar fyrir 15 árum komnar í klessu, ég er ljót, feit, einstæð 2ja barna móðir sem á ekki neitt.. þannig að ég fer bara í Fólk með Sirrý og væli yfir þessu öllu saman!

þriðjudagur, mars 22, 2005

AFMÆLI AFMÆLI AFMÆLI

"Ás á Fossárdal" einsog afmælisbarnið kynnti sig í símann á afmæli í dag. Innilegar afmæliskveðjur frá Kötlu og Jóni:)
Bergsveinn Ás Hafliðason

Síðan eru liðin 5 ár.
Jólin 2004.


Annars er allt gott að frétta héðan úr borginni. Alda Jónsdóttir og Guðný keyrðu austur á land í dag.
Kvefið, hálsbólgan og hausverkurinn sem er búið að hrjá hjónaleysin í Arahólum er að lagast. Páskarnir framundan og en óvíst hvað við ætlum að taka okkur fyrir hendur.
Amk er Jón að vinna fram á laugardagsmorgun.
Læknirinn hringdi ekkert í dag vegna myndanna. Vonandi líta þær bara vel út:) Ég fór semsagt í myndatöku í gær.

góðar stundir

mánudagur, mars 21, 2005

AFMÆLISKVEÐJA

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ELSKU SOFFÍA......knús og kossar:)

Akkúrat fyrir ári síðan í Varmahlíð

Ein gömul og góð:)

laugardagur, mars 19, 2005

Loksins eitthvað farið að gerast

Komdu sæl/sæll þú sem ert að lesa þetta núna. Það hefur svosem ekkert mikið gerst hérna hjá mér og okkur síðustu daga. Ég finn svo greinilega að eitthvað (loksins) er að gerast í fætinum. Það þýðir að ég er oft að drepast úr helv.....verkjum í vinstri fætinum, aukið át á verkjatöflum, verri svefn á nóttunni, ekki mikið lært, friðlaus að sitja í bíl stuttar veglengdir, kvíði fyrir að fara í sjúkraþjálfun (oft asssk...vont).......tja svo mætti lengi telja.
Alda Jónsdóttir dvelur nú hjá okkur hjónaleysum þessa dagana. Höfum lítið séð af henni því mikið er að gera hjá henni í stórborginni. Alda og hennar dóttir Guðný komu akandi frá Fossárdal á miðvikudag.
Í dag var t.d. farið í Kolaportið. Ég var búin að ákv þessa ferð um síðustu jól. Já, þannig er að Guðný dáðist að flík sem ég var í um jólin og ég sagði henni að næst þegar hún kæmi í bæinn færi ég með henni í Kolaportið til að kaupa á hana föt:)Þannig að það var bara að harka af sér eina Kolaportsferð. Hvað gerir maður ekki fyrir elsku fjölskylduna sem maður er að REYNA að troða sér í!!!
Jón fór svo í dag með liðið að skoða íbúðina sem við erum að fest kaup á. Þeim leyst bara vel á, enda glæsileg eign í alla staði!!!!
Ég og Jón horfðum á Selmu Björns flytja evrovísion lagið í kvöld. Þetta var bara alveg ágætt lag...hvað segið þið?? Britney fílingur í þessu, ekki verra!!!!!!
Sunnudagur á morgun og er stefnan að skutla Öldu í til Sandgerðis. Svo kemur mánudagur og þá fer ég í enn eina myndatökuna. Það er það sem ég bíð eftir þessa dagana.......MYNDATÖKUR....

Hafið það gott góða fólk og segið mér eitthvað skemmtilegt!!
kv Katla

þriðjudagur, mars 15, 2005

Gengur allt mjög hægt...

Farið var á fætur árla morguns í dag. Fyrst var ferðinni heitið í þjálfun og eftir þjálfun fórum við í myndatöku í Domus. Aðstoðarmaður minn var Jón. Ég sendi lækninum mail um helgina, hvort beiðnin yrði ekki örugglega tilbúin í Domus á mánudagsmorguninn. Nei, auðvitað var engin beiðni komin þangað. Ég þurfti að hringja norður og reka eftir þeim að faxa hana. Þorvaldur var víst í miðri aðgerð en beiðnin kom svo á endanum.
Ég kannast við eina sem vinnur í afgreiðslunni í Domus og hún vorkennir mér svo að hún potaði mér eitthvað fram fyrir aðra þarna. Ég bað hana ekki um það en það var ágætt að þurfa ekki að bíða í klukkutíma. Það er svo mikið að gera og stressið mikið að ég gat ekki fengið að sjá myndirnar:(
Þegar hér er komið við sögu var hungrið farið að segja til sín. Þar sem búið var að bjóða okkur í fermingarafganga í Dverghamrana var brunað þangað..namm takk fyrir okkur. Súkkulaðikakan er ossalega góð:)
Farið var svo heim á leið. Læknirinn hringdi í mig og sagði að ég væri búin að stækka um ca 7mm:( ekki er það nú mikið. Hann var ekki búin að fá myndirnar en það var einhver annar doksi sem las þetta útúr myndirnar. Ég á að skrúfa 1 mm á dag og fara í myndatöku eftir 1 viku. Það er orðið stíft að skrúfa spurning hvort þetta er allt að góa saman AFTUR!!!!! Þá verð ég ansi fúl.......þá er spurning með nokkrar gleðipillur. Mér leiðist að vera alltaf að beygja þessa stálpinna sem eru í mér...vil bara að fóturinn lengist og ekkert múður.
Jón var að vinna í kvöld og ég að reyna að skila eitthvað í stærðfræðinni.

Hef ég ákv. að breyta mataræði mínu næsta mánuðinn vegna mikils gróanda í lærinu á mér. Ég fæ sent heim Mc.Donalds 3 svar á dag:) Ekkert lýsi, ekkert skyr,engin mjólk, ekkert c vítamín og ekkert vatn.......
Er það ekki málið??

Gott í bili
Katla

laugardagur, mars 12, 2005

Hver fann upp sýkla????

Hæ allir saman
Þegar stórt er spurt þá er fátt um svör. Fyrirsögn dagsin las ég á skilti hjá “frænda” mínum Helga Hóseassyni, hann var staddur á Langholtsvegi með skilti sem á stóð “hver fann upp sýkla?”. Þar sem ég var ekki með myndavélina með mér þá fann ég þessa mynd af honum á netinu.

Það er spurning hvort allar þær vinkonur og kunningja konur sem eru að mennta sig í hjúkrun hafi svar við spurningunni.....???????? Hver veit??
Annars er nú allt gott að frétta. Í gærkvöldi fórum við að sjálfsögðu á Laugarnesveginn og horfðum á lokaþáttinn í IDOLINU. Það var þétt setið og höfðu sumir meira gaman en aðrir!! Ég er bara sátt við úrslitin þó þær hafi báðar átt skilið að vinna. Svo er næst að fylgjast með þættinum hjá Gísla Marteini næsta Laugardag og sjá Selmu Björns syngja Eurovison lagið. Talandi um Eurovision, hver ætlar að halda partý í vor?? Ég get haldið það ef einhver vill koma?? Toppurinn yrði ef ég væri laus við járnadraslið....en það eru litlar líkur á því...
Í dag var farið á stúfana og keypt ein fermingagjöf. Það á að messa yfir honum Ævari Þór Björnssyni á morgun. Af því tilefni er okkur boðið í veislu..nammmm
Ég fór í göngutúr í dag, hann varð stuttur því kuldinn var svo mikill...burr kalt Ætla að hafa með mér húfu og vettlinga næst.
Við kíktum í heimsókn í Hofslundinn þar sem allt er á fullu við að endurnýja gólfefni og fleira og við borðum þessa ljúffengu pönnukökur.
Eftir heimsóknina kíktum við í Rúmfatalagerinn öll innkaupin þar voru 2 litlir plastkassar sem Jón ætlar að fylla af tölvu dóti.
Keyrðum heim í Arahóla og grilluðum okkur þessa ljúffengu hamborgara af bestu gerð.
Kvöldinu eigum við líklega eftir að eyða hérna innandyra.

Að lokum ætla ég að óska Sveini Elmar innilega til hamingju með afmælið í dag. Verður þú ekki ánægður ef ég gæfi þér þennan flotta hatt?? Hann er hérna í geymslunni....
Náðu bara í hann fyrir þjóðhátíð 2005:)


Ykkar Katla

fimmtudagur, mars 10, 2005

Tilvaldir málshættir páskaeggin:)

* Oft stoppar strætó á Hlemmi
* Margur verður af stofnfé api
* Sjaldan er ein gæran stök
* Heima er best í hófi
* Þegar neyðin er stærst er hjálpin fjærst
* Eitt sinn skal hver fæðast
* Sjaldan fara sköllóttir í hár saman
* Oft eru bílstjórar útkeyrðir
* Flestar gleðikonur hafa í sig og á.
* Betri eru kynórar en tenórar
* Betra er að sofa hjá en sitja hjá.
* Til þess eru vítin að skora úr þeim.
* Auðveldara er að fá leigt í miðbænum en guðanna bænum
* Oft fara hommar á bak við menn
* Oft eru dáin hjón lík
* Hagstæðara er að borga með glöðu geði en peningum
* Betra er að fara á kostum en taugum
* Margri nunnu er "ábótavant".
* Oft hrekkur bruggarinn í kút
* Margur bridsspilarinn lætur slag standa
* Oft eru bílstjórar vel á veg komnir
* Oft fara bændur út um þúfur
* Víða er þvottur brotinn
* Oft fer presturinn út í aðra sálma
* Margur bóndinn dregur dilk á eftir

Dagurinn tekinn með trompi...

Ég mætti í þjálfun klukkan 10.30 í morgun. Það þýddi að ég þurfti að koma mér á fætur fyrr en venjulega. Eirný var driverinn í dag. Ég var svo komin heim rétt fyrir hádegi og því allur dagurinn framundan. Eftir að ég var búin að sitja hæfilega lengi við tölvuna ákv að þetta gengi ekki lengur. Ég arkaði því af stað og setti í poka helstu hreingerningavökva sem til eru á heimilinu. Ég skrúbbaði baðherbergið hæfilega og þurrkaði mesta rykið af mublunum og fleiru í íbúðinni. Þegar þetta var yfirstaðið var ég í stuði til að baka eitthvað. Þegar ég var búin að tékka á hvað væri til í baksturinn var ekkert að vanbúnaði til að hefja baksturinn. Varð fyrir valinu snúðar og hjónabandsæla. Byrjaði ég að þeyta egg og sykur Þegar ég opnaði hveitipokann blasti við eitt stykki lifandi ormur!!! Ojbarasta....Hveitið var með síðasta söludag nóvember 2005. Þá skundaði ég til Eirnýjar og fékk lánað hjá henni hveiti. Hún var ekki samþykk því að henda 2 kg af hveiti. Hún efnagreindi þetta kvikyndi og sagði að þetta væri fiðrildi!! Þó að ég sé mjög hrifin af fiðrildum þá vil ég ekki hafa þau í matnum mínum!!! En hún var ánægð með fiðrilda hveitið og bakar örugglega eitthvað voðalega gott úr því...nammmm
Baksturinn gengur vel, búin að baka hjónabandsæluna og síðasta platan af snúðunum í ofninum. Þetta lítur allt ljómandi vel út!! Síðast þegar ég bakaði snúða, urðu það minnstu snúðar sem bakaðir hafa verið í heiminum amk í Arahólum. En þessir sem eru að bakast eru töluvert stærri um sig!!
Nei, Helga það eru engir búnir að skrá sig í hækjuhlaupið. Reyndar kannski einsgott. Ég hef ENGIN íþróttagen í mér og ég mundi nú örugglega drullutapa ef einhver myndi þora í okkur!! Ég á þó einn verðlaunapening hann vann ég í ökuleikni á Hornafirði þegar ég var 18 ára þá lenti ég í 2. sæti. Já, enda góður bílstjóri á ferð!! Spurning að breyta þessari keppni bara í ökuleikni????

Jæja best að fara éta eitthvað af þessum snúðum....nammi namm
Katla snúður

miðvikudagur, mars 09, 2005

Ódýrt skal það vera...

Við sem héldum að við værum að gera góð kaup í BÓNUS um helgina. Við keyptum mjólkina á 20 kr líterinn en neinei nú getur maður keypt 2 lítra af mjólk á 90 AURA!!
Össss...þetta nær bara engri átt....Flott fyrir hagsýnu húsmæðurnar að versla til heimilisins þessa dagana...amk ódýrt!!
Lífið hérna í borginni gengur sinn vana gang. Selma hjúkka kom og kíkti á fótinn í dag og er hann í góðu lagi. Elís Pétur keyrði mér í sjúkraþjálfun og svo tók Jón mig með heim. Ég get beygt þetta blessaða hné ca 90 gráður, þá ætti Þorvaldur læknir að vera ánægður. Það var einhver verkur í fætinum í nótt, en þetta eru líklega einhverjar bólgur sem vonandi fara fljótt.
Ég er búin að kaupa tölur á lopapeysuna sem verið er að prjón fyrir mig. Hlakka til að sjá hvernig hún mun verða. Ég valdi litina í hana. Ég hef svosem aldrei verið neitt mikið fyrir lopapeysur, en fékk þessa flugu í hausinn að núna langi mig ossalega í fallega lopapeysu. Þoldi ekki þegar ég þurfti að fara í bláu og rauðu lopapeysuna á mínum yngri árum. Hálsmálið ætlaði að kyrkja mann og svo varð hárið svo rafmagnað þegar búið var að þröngva henni yfir hausinn á manni. Og tala nú ekki um hvað hún stakk mann mikið. En maður var nú svolítið lítill og vitlaus þá.
Bið að heilsa ykkur
Katla sparigrís

mánudagur, mars 07, 2005

Undur og frímerki gerast á mánudagskvöldi..

Já, það má nú segja að sjaldgæfir gestir hafi látið sjá sig í Arahólum. Hjónin úr Fellsási kom til okkar í kvöld og var mjög gaman að þau skildu hafa komið. Við gáum þeim kaffi, te, súkkulaðirúsínur og þessar fínu kleinur frá Stefaníu á Starmýri:) Þau voru bara hress og buðu okkur að kíkja í sumarbústað til þeirra um páskana.
Ég vil óska Öldu Jónsdóttir innilega til hamingju með settið LOKSINS!!! Og gangi þér vel á miðvikudaginn, bið að heilsa Júlíusi!!
Ég fæ enga fasta tíma í sjúkraþjálfun í vikunni, það er full bókað hjá honum. En það losnar alltaf eitthvað þá er bara spurning hvort ég komist. Ég verð bara vera dugleg að æfa mig heima.
Vinkona mín hún Helga öfundaði mig svo á að vera á hækjum að hún ákv að skella sér á eitt sett um helgina. Hún varð fyrir því óhappi að fótbrjóta sig á dansiballi. Já, Helga getur ýmislegt við getum t.d. haldið keppni í hækjuhlaupi og ef það eru fleiri sem vilja vera með skrá sig hérna hjá mér. En auðvitað skilyrði fyrir þáttökurétti er að vera með annan fótinn “fatlaðan”.
Jón er í tölvuviðgerðum þessa stundina og gengur það bara ljómandi vel heyrist mér.
Hef ekki meira að segja á þessu annars ágæta mánudegi.
Katla

sunnudagur, mars 06, 2005

Leti helgi senn á enda..

Gott kvöld
Það er kominn tími til að láta vita af sér. Ég er semsagt komin heim til mín. Sveinn sá um að koma mér í flugið því Elsa Á ákv að skella sér austur á land á föstudagsmorguninn. Flugvélin var full þannig að það var ekkert annað í boði fyrir prinsessuna hana Kötlu heldur en að sitja í flugvélinni með hnéð vel beygt. Það gekk bara ljómandi vel. Jón var mættur á Reykjavíkurflugvöll til að taka á móti dömunni sinni. Ferðinni var svo heitið á fasteignasöluna til að skrifa undir íbúðakaup. Ég hoppaði upp ca 20-30 tröppur til að komast inní fasteignasöluna og svo sátum við þar í góðan klukkutíma meðan farið var yfir samningana. Jebb...við erum semsagt orðnir formlegir íbúðarkaupendur og eigendur að hluta:) Svo er bara finna góða leigjendur frá og með 15 maí 2005. Þegar heim var komið var okkur færðu rosalega flottur blómvöndur frá elskulegu foreldrum OKKAR!! Takk, takk hann er meira að segja lifandi ennþá!!
Föstudagskvöldinu eyddum við í góðu yfirlæti hjá hjónunum á Laugarnesveginum. Ásdís systir kom með og Helga var einnig þar stödd. Mér fannst Davíð alveg stórkostlegur á föstudagskvöldið svo er bara spennandi að sjá hvernig lokakvöldið fer.
Annars hefur helgin liðið ljúft. Aðalega búin að fara í leti hjá mér en húsfaðirinn er búin að gera hin og þessi húsverk. Ásdís er búin að vera með annan fótinn hérna um helgina og ekkert nema gott að hafa hana í heimsókn. Farin var ein Bónusferð í dag t.d. kostar 1 líter af mjólk 20 kr, brauð 59 kr og 2 l Diet kók 69 kr. Já, það er bara hægt að gera ágætis kaup í hjá Jóhannesi stórbónda. Við keyptum nú samt ýmislegt fleira sem ekki er við hæfi að telja hérna upp. Við kokkuðum kjúlla í kvöldmatinn og bragðaðist ljómandi. Ég litaði og plokkaði Ásdísi. Eitthvað fleira höfum við gert um helgina en er þetta svona í grófum dráttum.
Ég ætla byrja mánudagsmorguninn á því að kanna rétt minn á því að fá ferðirnar til Akureyrar greiddar. TR vill nefnilega ekki borga þær til baka vegna þess að ég dvel í Reykjavík en með lögheimilið á Starmýri. Það er í landslögum að vera með lögheimili á þeim stað þar sem maður býr!! Eitthvað sem tryggingarstofnun kemur bara ekkert við...og hana nú!!! Þó ég myndi dvelja á Starmýri þyrfti ég að komast til Akureyrar. Þorvaldur læknir sagði mér að búa til reikning fyrir bílferðum til Reykjavíkur. Ég er það þrjósk að ég ætla sko ekki að láta undan þessu liði þarna í TR!!! Læt ykkur vita hvernig fer.
Munið að kvitta fyrir heimsókninni í gestabókina amk annað slagið.
Góða nótt og eigið góða vinnu viku!!
Ykkar þrjóska Katla Björk

fimmtudagur, mars 03, 2005

Brottför 12.10 á morgun:)


Ég lagði semsagt upp í ferðalag glorsoltin á þriðjudagsmorguninn frá Reykjavík. Ferðinni var heitið á Akureyri þar sem ég er núna í þessum skrifuðum orðum. Ég lenti á Akureryi klukkan 12 að hádegi og þar beið minn driver hérna norðan heiða hann Sveinn E. Sveinn rataði upp á FSA þar sem hann skildi mig eftir á röntgendeildinni. Eftir myndatöku var ég drifin í "tískuklæðnað" FSA og upp á skurðarborðið. Ég var svo svæfð.
Tilgangurinn með þessari ferð var að losa um það sem gróið var fast saman í lærinu. Gróandinn er svo hraður í lærinu að allt var orðið gróið saman þannig að ég gat ekki skrúfað (stækkað) meira. Það er mjög sjaldgjaft að fólk grói svona vel og hratt á lærlegg eftir brot. Enda ekki um venjulega manneskju að ræða!!!En það er eitt annað vandamál sem kom upp. Það er að ég er ekki nógu dugleg að beygja helv......hnéð. En þetta er allt að koma og ég má fara heim á morgun. Bætt var við einum pinna í aðgerðinni (þá eru þeir orðnir 6 stk), tekið á lærinu til að losa um og svo var hnéð beygt VEL:( Ég vaknaði svo eldspræk eftir aðgerðina. Mér var nú orðið svolítið óglatt að horfa upp á manneskju sem var á vöknun ælandi einsog múnki:( ojbarasta....Sérstaklega afþví að ég var að borða.
Núna get ég talað um að ég sé á SVÍTU. Ég er auðvitað ein á herbergi og þetta herbergi er með sér WC og sturtu.
Ég komst ekkert í tölvu í gær vegna þess að enginn vissi passwordið í tölvuna. En hún Anna hjúkka er bara svo almennileg að hún stimplaði sig bara inn á sínu nafni svo ég get verið í tölvunni í alla nótt:) Þannig að ef þið þurfið að vita einhverjar leynilegar upplýsingar af FSA þá er tækifærið núna.
Elsa Ágústa ætlar að vera minn driver á morgun á flugvöllinn. Hvar væri maður ef maður myndi ekki þekkja svona almennilegt fólk? Hún er líka búin að færa mér helling af gógæti, Vikuna og sorpritið Sleikt og slefað.
Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra frá FSA. Hlakka til að komast heim til mín:)

Bæjó
Katla á fullu að beygja hnéð.

þriðjudagur, mars 01, 2005

Síðbúnar afmæliskveðjur...

Halló

Ég hef ekki undan að óska fólki til hamingju með daginn!!! Guðný G átti afmæli á laugardaginn og Halla átti afmæli á sunnudaginn INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU BESTU MÁGKONUR:) Hefði nú alveg viljað eina sneið af ÖLLUM þessum kræsingum sem var í boði. Ég á þetta inni hjá ykkur!! Ég gaf þeim systrum auka glaðning svona í tilefni dagsins. Ég sendi þeim tvær litlar sætar kanínur. Þær voru víst frekar gáttaðar á þessari sendingu (hefði kannski ekki átt skilið að fá tertusneið). Jón sendi þeim stóra stóra "afmælisteru", þetta var 50 skota BOMBA sem var svo skotið upp í tilefni afmælanna og svo má ekki gleyma 5 kg fuglafóðrinu sem við gáfum Guðnýju. Jebb, við erum frekar frumleg í gjöfum, aldrei að vita hvað ÞÚ færð í afmælisgjöf frá okkur næst!!!
Helgin leið hratt einsog venjulega. Jón var á næturvöktum. Ég bakaði snúða (minnstu snúða í heimi), Þórunn kom í heimsókn og þá er nú eiginlega allt upp talið sem hægt er að skrifa um.
Í dag buðum við okkur í sídegiskaffi og mat á Laugarnesveginn. Hentugt að eiga góða mágkonu þar á bæ. Takk fyrir okkur.....

Ég vona að ég verði mætt aftur hérna hress og kátt í stólinn minn á miðvikudaginn. Ég ælta að geyma tölvuna hérna rétt á meðan ég skrepp til Akureyrar.

Læt fylgja mynd af nýju heimkynnum kanínanna. Þær heita Apríl og Kolgrímur.