Gott kvöld
Héðan úr fjöllunum er allt gott að frétta. Þokan farin og flugferðalangar þurfa ekki að keyra til Keflavíkur til að fljúga innanlands, ekki í bili. Góða veðrið hefði verið tilvalið að nýta til að viðra hjólið, en það verður að bíða betri tíma!!
Sama rútínan var í dag einsog svo marga aðra daga. Jón er á kvöldvakt. Helga og hundurinn Freyja kíktu við um hádegið og lá bara vel á þeim stöllum.
Hrafnhildur kom og af henni er allt gott að frétta. Hún ætlar að vinna í sumar við að sjúga blóð úr hinum og þessum, sem sagt í BLÓÐBANKANUM!! Ég slepp við allar blóðgjafir í sumar en aumingja þið þarna sem hafið enga afsökun t.d. bara nefni eitt nafn sem er mér næst þessa stundina JÓN MAGNÚS!!
Kokkar kvöldsins voru Ásdís og Örvar. Ásdís sá aðlega um elda og Örvar veitti andlegan stuðning. Við horfðum á spurningakeppni frh.skólanna og voru lið ME og MA að keppa. MA vann þetta örugglega.
Í dag og í kvöld hef ég verið að redda hinu og þessu til að senda austur á land, erum við að tala um í þessu sambandi afmæli!!! Verður örugglega taumlaus gleði og hamingja um helgina hjá þeim systrum (Höllu og Guðnýju) á Fossárdal. Vona ég að commentin flæði hérna frá þeim þegar afmælisdagur þeirra verður liðinn!!! Gleði, gleði, gleði og mikil hamingja!! Ég er svo spennt og glöð fyrir þeirra hönd, svo gaman að fá pakka og eiga afmæli. Og audda skemmtilegt fyrir þær að eiga svona osssalega skemmtilega mágkonu en það á kannski eftir að breytast um helgina, ætla að koma þeim á óvart,!! Hehehee Við eigum eftir að tala meira um afmæli og afmælisgjafir þeirra seinna, má ekki segja of mikið. Spennó.........................Hrafnhildur elskan sér um að koma herlegheitunum á leiðarenda.
Þorvaldur hafði ekki samband í dag en kannski það verði á morgun.
Ég er alltaf að græða peninga eða svo er sagt. Þannig er að ég tók 9 einingar í meistaranáminu fyrir áramót. Ég borgaði fyrir það 45 þús og allt í góðu með það.
Svo fæ ég tölvupóst frá Verkmenntaskóla Akureyrar í honum stóð “þeir nemendur sem eiga rétt á endurgreiðslu vegna haustannar vinsamlegast láta vita af sér”. Nú ég auðvitað athugaði málið betur. Það er þannig að þeir nemendur sem eru í 9 einingum eða fleirum og ná prófunum fá skólagjöldin endurgreidd!! Nú auðvitað náði ég mínum fögum og fékk innlagt á minn reikning.......algjör snilld:) Ódýrt að vera í VMA!!!! Til að toppa þetta allt þá fékk ég endurgreitt frá VR helminginn af skólagjöldunum...Þannig að já það má segja að mér sé borgað fyrir að vera í skóla!!!
Jú, mamma við fengum sko pönnunkökurnar. Græðgin var bara svo mikil að það gleymdist bara að þakka fyrir þær....takk takk þær voru rosalega góðar!!
Jæja ætla ekki að deila með ykkur meiri gleðifréttum úr mínu lífi. Það styttist bara í það að ég hafi efni á EINNI VILLU Á ARNARNESINU!!!