Hæ....ég er á lífi. Það er búið að vera svo obboslega mikið að gera hjá mér að ég hef ekki farið í tölvu síðan á laugardagskvöldið.
Í gær (sunnudag) komu Soffía og Sveinn og náðu í mig á Kristnes um klukkan 13. Ég hoppaði inn í bílinn og bílstjórinn hann Sveinn fór með mig og Soffía fékk að fljóta með, rúnt um Eyjafjörðinn, Eyjafjarðarrúntinn svo kallaðan. Fyrsta stopp var í Drekagilinu, heimili Soffíu og Sveins. Við stoppuðum stutt þar því okkar beið veislukaffi í Álfabyggðinni. Enn það búa tvær húsmæður Eva Björk og Anna Huld. Eva Björk hristi fram úr annarri erminni dásemdar kræsingar....nammmmnamm. Takk fyrir mig stelpur. Það var ýmislegt rætt í kaffiboðinu enn aðalega um flugferðir.
Eftir góða stund hjá þeim stöllum var tímabært að kveðja og færa sig yfir í sófann í Drekagili. Hjónkornin elduðu dásemdar mat einsog þeim er einum lagið. Elsa Ágústa kom og borðaði með okkur. Ég mætti svo á vit ævintýranna á Kristnesi upp úr 23 í gærkvöldi. Þá fór ég í það að hreinsa pinnana, eftir þrifin var kominn tími til sofa. Þetta var síðasta nóttin mín í RAFMAGNSRÚMI.
Dagurinn í dag (sem er nú senn á enda) er búinn að vera langur og strangur. Er búin að komast að því að þegar maður er á 4 fótum þá tekur allt lengri tíma og reynir meira á manns líkama. Ég byrjaði daginn á að fá mér morgunmat af þessu stórglæsilega morgunverðaborðinu á Kristnesi. Aðaluppistaðan var ristaðbrauð, lýsi, vatn!! Þá næst var haldið til hennar Olgu að klára mósakið. Eftir klukkutíma í föndrinu var tími til kominn að kíkja til Helgu sjúkraþjálfara. Hún kenndi mér að liggja á maganum, en ég hélt að ég myndi ekki geta það svona á mig komin. Auðvitað gat ég legið á maganum og það verður sofið á MAGANUM í nótt!! Hádegismaturinn kallaði eftir góða stund hjá Helgu. Það var ekkert annað enn soðinn fiskur í matinn. Eftir matinn arkaði ég inn í herbergi til að græja mig í bæjarferðina. Mætti í röntgen á FSA á slaginu 13.00. Klukkan 13.30 mætti Þorvaldur í öllu sínu veldi og kikkaði á myndirnar. Þær litu þokkalega út, beinin hefðu mátt vera meira á móti hvort öðru enn það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Þorvaldur lét mig hafa þennan flotta skiptilykil til að ég geti byrjað að skrúfa á morgun. Ég verð að passa hann vel svo Jón steli honum ekki með á verkstæðið. Lykillinn er svo stelpulegur að það er ekki víst að hann vilji eitthvað stela honum. Heftin voru tekin úr lærinu og þá var mínu hlutverki lokið á FSA í bili. Ykkur að segja þá kostar þessi græja sem ég er með í leggnum mörg hundruð þúsund (jebb,þið splæsið). Já, gullið ykkar verður sko ekkert verðmætt þegar það er við hliðina á mínu járnskrauti!!!
Ég var komin aftur á Kristnes upp úr klukkan 14. Fékk mér eitthvað í gogginn og fór og lagði loka, loka hönd á þetta mikla listaverk mósaíkkertavasann. Mér fannst mjög gaman að gera þetta, kannski að þetta verði jólagjafirnar í ár... Úbbss kjaftaði ...
Eftir þetta allt fór nú að styttast óðum í ferðalagið sem ég er búin að bíða LENGI eftir. Mæting klukkan 17.40 Sveinn bílstjóri lét ekki standa á sér frekar enn fyrri daginn. Soffía farastjóri mætti að sjálfsögðu til að sjá til þess að ég kæmi mér nú örugglega af norðurlandi. Við mættum á réttum tíma og ég fékk herramann til að sjá til þess að ég færi í flugvélina. Maðurinn var mjög ánægður að vera loksins búin að finna sér dömu sé gæti ekki hlaupið frá sér, ég lét hann vita af því að það kæmi vonandi að því að ég gæti hlaupið.
Flugferðin byrjaði órólega í loftinu enn svo var allt með kyrrum kjörum.
Lendingin gekk áfallalaust fyrir sig, ég segi nú ekki að ég hefði geta labbað frá Akureyri enn það vantaði ekki mikið upp á. Að minnsta kosti veit ég hvernig flugbrautin á Reykjavíkurflugvelli lítur út. Það voru semsagt tvær flugvélar við bygginguna að leggja í hann svo komum við (3ja flugvélin) og hún lagði lengst út í rassgati. Það tók mig 10-15 að ganga að flugstöðinni. Mér var fylgt frá flugvélinni og inn, íslenski karlmenn eru svo almennilegir að þeir eiga heiður skilið, svo var flugfreyjan mjög almennileg.
Jón var auðvitað mættur til að taka á móti fatlafólinu. Hann er búin að stjana við mig hægri vinstri eftir að ég kom heim, honum verður seint þakkað!!!
Ég þakka fyrir gjafirnar sem biðu mín hérna þegar ég kom heim. Það liggur við að það sé gaman að fara í aðgerð, maður fær svo mikið af allskonar fallegu og skemmtilegum gjöfum.
Í lokin ætla ég að þakka Jóni M, Soffíu, Sveini, Elsu Á, Evu Björk og Önnu Huld kærlega fyrir kræsingarnar, heimsóknirnar, skuttlið og allt annað fyrir norðan síðustu 2 vikur. Þið gerðuð dvölina fyrir norðan skemmtilegri enn ég þorði nokkurn tíman að vona!!
Læt þetta duga í bili það verður kominn nýr dagur ef ég fer ekki að hætta!!