helst í fréttum.....

sunnudagur, janúar 30, 2005

Hvað gerist í hólunum á sunnudegi

Dagurinn í dag fór bara í algjöra leti eða svona frameftir degi. Um miðjan dag boðuðu komu sína hingað tveir furðufuglar. Annar heitir Pétur og hinn Þórunn. Nei, nei, þau eru engir furðufuglar, alveg bráð greind og mjög skemmtileg!!!! Þau borðuðu hérna hjá okkur þetta STÓRKOSLEGA GÓÐA fajitas öllu tilheyrandi, einsog áður var Jón yfirkokkur. Við spiluðum öll BINGÓ. Ef þið vissuð það ekki þá er alltaf BINGÓ á sunnudögum klukkan 20.00 á SKJÁ einum. Enginn okkar vann í þetta skiptið en vonandi kemur að því!!!

Svo er bara að svara núju könnunni ef þú hefur smakkað eða bakað súkkulaðikökuna!!!

Niðurstöður úr síðustu könnun voru þessar:
22,2% Sögðu að ég hafi fengið 3 svar sveppasúpu á meðan dvöl minni á FSA stóð.
66,2% Höfðu rétt fyrir sér og sögðu 4 sinnum. (4 sinnum of mikið)
11,1% Einn missti sig aðeins og sagði að ég hafi fengið 5 sinnum “eitraðan mat” á FSA

Megi vikan sem er framundan vera ykkur góð:)

Myndin sýnir móttökurnar sem gestirnir fengu í dag!!!


áramót 2004-2005

Rok og rigning í borginni

Já, þið misstuð af miklu í dag. Súkkulaðikakan ógurlega var bökuð í Arahólum í dag ásamt fleiru:) Ég fékk að taka þátt enn held að ég og hækjurnar höfum bara verið að flækjast fyrir Jóni bakara. En kakan var mjög góð og mæli ég alveg með að fólk skelli í eina við tækifæri. Ef ykkur vantar hugmyndir í pakka handa okkur þá vanhagar okkur um smelluform eða bara venjuleg bökunarform.
Gestir dagsin voru Ásdís, Örvar, Kristján og Hrafnhildur (heimalingur). Einn gesturinn sagði að veitingarnar hefðu verið betri en hann þorði að vona. Já, Örvar þú ferð ekki svangur héðan amk ekki í þetta sinn.
Annars var veðrið gott til þess að vera bara heima og borða. Semsagt skítaveður, rigning og rok.
Einsog ég talaði um í síðustu færslu var party hérna hinumegin við vegginn. Fólkið skilaði sér heim um klukkan 5 í nótt (þá vaknaði ég) og var að til klukkan 12 á hádegi!! Geri aðrir betur!!! Reyndar var ekki Raggi Bjarna spilaður en það var annar kóngur sem skemmti fólkinu, enginn annar en Elvis sjálfur. Mér finnst líklegt að húsbóndinn hafi sungið sig í svefn um hádegið.
Fór í mína fyrstu veitingahúsaferð í kvöld (eftir aðgerð). Það gekk bara vel enda leggur maður ýmislegt á sig til að fá American Style:)
Kristján og Hrafnhildur komu svo hingað með nýtt spil, sem ég og Jón höfum ekki spilað áður. Það var bara ljómandi skemmtilegt.
Læt þetta gott heita í bili.
Katla

Þessar myndir voru teknar við Reykjavíkurtjörn sumarið 2004 (það styttist í sumarið)laugardagur, janúar 29, 2005

Auðvitað IDOL-kvöld

Dagurinn er búinn að vera hinn ágætasti. Ekkert svosem stórkostlegt búið að gerast. “Leigubíllinn” kom upp úr klukkan 14 til að keyra mig í sjúkraþjálfun. Það er mjög gott að hringja í leigubílastöðina GRANI EHF, mjög góð þjónusta þar. Hrafnhildur rekur þessa leigubílastöð og gengur reksturinn bara þokkalega (hef reyndar ekkert spurt). Svo meðan ég er í þjálfun kannar hún markaðinn í apótekunum í Mjóddinni fyrir mig. Ef ykkur vanhagar um eitthvað þá bara að hafa samband við Hrafnhildi, hún reddar ÖLLU!!!

GRANI


Fórum heim í Arahóla og vorum þar í rólegheitum auðvitað að snæða þegar húsbóndinn kom heim. Alveg steinhissa á því að það væri ekki kveikt á sjónvarpinu. Það var semsagt leikur Rússa og Íslendinga í handbolta á RÚV. Það hefði betur verið bara slökkt áfram því ekki voru úrslitin til að hrópa húrra yfir....gerum of miklar væntingar eða eitthvað!!! Þeir ná alltaf að klúðra þessu í lokin. Fjarstýringin er amk heil ennþá, það er annað en í Dreka....? Þetta er svona þegar strákunum OKKAR gengur illa þá fer það misjafnlega í skapið á fólki (Sveinn ég veit ekki um neina UNITED fjarstýringu handa þér).
Um klukkan 19 var lagt í hinn hefðbundna föstudagsrúnt á Laugarnesveginn. Jón plataði litlu systur til að bjóða okkur í mat. Ég borðaði á mig stórt gat. Þar sem ég mætti ekki í afmæliskaffi fyrir viku síðan beið mín sneið af afmæliskökunni og fleira góðgæti eftir kjúllann....nammm, namm Takk fyrir mig Kristján og Hrafnhildur. Þið eruð meistarakokkar.
Aftur á móti var IDOLIð ekki eins gott og maturinn. Heiða og Hildur Vala fannst mér lang bestar. Er orðin dálítið þreytt á Brynju hún er ekkert að bæta sig. Margrét Lára á held ég best heima í óperum. Mér fannst gott að Ylfa Lind skyldi ekki einusinni fara á sviðið, bara útaf því að dómararnir voru svo vissir að hún myndi detta út.
Jæja held að það sé tími til kominn að fara að sofa. Samkvæmið hætt hérna hinumegin við vegginn. Enn ef ég þekki mína nágranna rétt þá verður góðum disk skellt á fóninn upp úr klukkan 3-4 í nótt, kannski það verði Raggi Bjarna.....aldrei að vita.
....ef ég væri orðin lítil fluga, þá ég innum gluggann þreytti flugið ......trallalla

Góða nótt

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Súkkulaðikaka...nammmm

Ekki örvænta ég skrifa hérna fyrir daginn í dag.
Dagurinn byrjaði um klukkan 10.30. Þá var GSM búinn að hringja og einnig heimasíminn. Eftir þessar hringingar ákv ég að það væri tími til kominn að fara á fætur. Eftir einn disk af súrmjólk og cherrios þá kom Hrafnhildur. Ferðinni var heitið alla leiðina á (Stokks)Eyrabakka og kíkja á afmælisbarn dagsins HELGU!!!! Við vorum nefnilega búnar að panta afmælisköku hjá Guðrúnu Helgu. Hún vissi reyndar ekki af komu okkar.....en þessi elska var ekki lengi að skella í kökuna sem við vorum búnar að panta hjá henni í gær. Við færðum henni eina rós í tilefni dagsins og svo fer hún í bankann og leggur pening inn á ferðabók því við skvísurnar sem verðum allar 25 á árinu ætlum að skella okkur í STÓRKOSTLEGA afmælisferð í lok árs 2005!!!!!!!!!
Eftir dásemdar veitingar og góðar móttökur frá Helgu, Pjakk (kötturinn) og Freyju (hundinum) þá var ferðin heitið suður yfir Þrengslin. Ég snyrti svo neglurnar á naglakúnanum mínum og var snögg af því (samt vel gert). Jón eldaði þessa dýryndis makkarónusúpu með mikið af rúsínum!!
Var að læra í reiknisskilum og ég held að ég sé aðeins gávaðari í dag heldur en í gær.
Og núna eru gestir hjá mér og þá er dónaskapur að hanga í tölvunni.

Meðfylgjandi er mynd af afmælisköku dagsins, ef ekki ársins og uppskrifin!!!

Súkkulaðikakan hin eina sanna

200 gr. smjör
150 gr. súkkulaði
4 egg
150 gr. sykur
100 gr. hveiti
1 tsk lyftiduft
100 gr. saxaðar heslihnetur

Aðferð:
Smjörið og súkkulaðið brætt saman við vægan hita og kælt.
Eggin og sykurinn þeytt vel saman.
Súkkulaðiblöndunni blandað varlega út í sykurinn og eggin.
Hveiti, lyftidufti og heslihnetum blandað saman og blandað út í eggjablönduna.
Hellt í smurt smelluform, gott að klæða botninn með bökunarpappír. Bakað við 180 gráður í 45 mínútur.
Kakan kæld. Súkkulaðispæni dreift yfir hana, eða súkkulaði raspað yfir. Gott að hafa ferska ávexti með, t.d. kiwi og jarðarber og auðvitað rjóma...
miðvikudagur, janúar 26, 2005

Góðar fréttir eru betri en engar!!

Dagurinn byrjaði á því kona frá heimahjúkrun kom og kíkti á fótinn. Hún ætlar að koma 1-2svar í viku og skoða pinnana. Henni leist vel á þetta nema sárið í kringum einn pinnann. Ég lét Þorvald vita af því og hann sagði að ég ætti ekki að taka strax sýklalyf. Af því að það kemur ekkert mikið úr sárinu og engin bólga né verkur.
Búin að strekkja einu sinni og er að fara gera í annað sinn í dag.
Um klukkan 12 boðaði komu sína hingað engin önnur en HRAFNHILDUR EYÞÓRSDÓTTIR og sagði mér að ekki borða neitt þar til hún kæmi. Ég borðaði nú samt brauðið sem ég var búin að smyrja mér með eggjum og kavíar. Stuttu seinna var dinglað og inn komu tvær föngulegar konur og ekki af verri endanum. Þetta var auðvitað hún Hrafnhildur og með henni var GUÐRÚN HELGA ELVARSDÓTTIR. Þær voru með fullan poka af mat með sér....nammmm ljómandi ljúft. Takk fyrir mig elskurnar mínar og komið sem oftast!!! (Þær voru eitthvað að kvarta að ég væri ekkert búin að tala um þær hérna á blogginu)
Hrafnhildur og Kristján gáfu mér í gær obboslega fallegar bleikar rósir...takk takk
Við slöfruðum matnum í okkur og ferðinni var svo heitið í Mjóddina. Ég fór í sjúkraþjálfun og þær dingluðu sér eitthvað á meðan, t.d. að útrétta fyrir mig. Ég talaði við Svan sjúkraþjálfara sem ætlar að reyna láta mig gera eitthvað næstu mánuðina. Næsti tími er á föstudag hjá honum.
Þegar ég var laus frá sjúkraþjálfaranum hringdi ég í bílstjórann. Ég truflaði þær auðvitað við lestur á blöðum sem ég ætla ekki að nefna......
Við tókum smá rúnt í verslunina Föndru og skoða mósaík föndur. Okkur leist ekkert á úrvalið hjá þeim. Ætlum að skoða þetta betur.
Annars hefur þessi dagur liðið hratt, það hratt að ég er ekki búin að kíkja á lærdóminn.
Segi þetta gott í bili

Gestirni voru uppgefnir eftir að fara með fjölfattlað konu með sér í bæjarferð!!!
þriðjudagur, janúar 25, 2005

2 vikur liðnar....

Já, í dag eru akkúrat 2 vikur síðan ég vaknaði í Drekagilunu hjá Soffíu og Sveini skjálfandi 7 á righter, á leiðinni á skurðarborðið.
Þessar tvær vikur eru búnar að vera svo fljótar að líða að það er vonandi að tíminn eigi eftir að halda áfram að fljúga.
Núna sit ég með tölvuna mína í LAZY-boy stólnum í ARAHÓLUM. Við erum obboslega ánægðar með lífið. Horfi og heyri í rigningunni úti. Vonandi á svellið hérna á planinu eftir að rigna í burtu sem fyrst.
Ég fékk skýr skilaboð frá “foreldrum mínum” Jóni og Soffíu að ég megi ekki fara neitt nema hafa viðhaldið hangandi um hálsinn. Það er bara búið að ganga vel í dag og meira að segja búin að vera með annað viðhald í vasanum!!! Semsagt ef ég hengi mig á viðhaldinu sem er um hálsinn er ég með vara í vasanum...........
Eftir daginn í dag verð ég 0.5 mm lengri enn ég var í gær. Jebb, byrjaði daginn á því að skrúfa um 0.25 mm. Næstu 10 daga skrúfa ég semsagt 2 svar 0,25 mm á dag og þá fer ég í myndatöku í Domus Medica.
Ég var smátíma að koma mér fyrir í rúminu í nótt, en það gekk loksins og svaf bara ágætlega.
Ég var að kíkja á námið sem ég er skráð í. Þetta er semsagt viðskiptastærðfræði, bókfærsla og svo getur verið að ég taki 2 önnur fög ef þau verða kennd. Ég geri mér engar vonir né væntingar um árangur. Segi bara einsog IDOL keppendurnir, GERI MITT BESTA!!
Ég ætla að ver heima hjá mér í dag enn svo á morgun mæti ég til sjúkraþjálfara klukkan 14.00 í Mjóddina. Þá verða lagðar línur fyrir þjálfuninni. Þorvaldur vill að ég fara í þjálfun 1x á dag, úffff!!! Enn það er auðvitað best, þó maður kunni einhverjar æfingar þá er maður ekki duglegur að gera þær heima.
Jæja, núna ætla ég að hendast fram í eldhús og gera mér brauð með eggjum og kavíar...nammm.


mánudagur, janúar 24, 2005

Tveir fyrir einn

Hæ....ég er á lífi. Það er búið að vera svo obboslega mikið að gera hjá mér að ég hef ekki farið í tölvu síðan á laugardagskvöldið.
Í gær (sunnudag) komu Soffía og Sveinn og náðu í mig á Kristnes um klukkan 13. Ég hoppaði inn í bílinn og bílstjórinn hann Sveinn fór með mig og Soffía fékk að fljóta með, rúnt um Eyjafjörðinn, Eyjafjarðarrúntinn svo kallaðan. Fyrsta stopp var í Drekagilinu, heimili Soffíu og Sveins. Við stoppuðum stutt þar því okkar beið veislukaffi í Álfabyggðinni. Enn það búa tvær húsmæður Eva Björk og Anna Huld. Eva Björk hristi fram úr annarri erminni dásemdar kræsingar....nammmmnamm. Takk fyrir mig stelpur. Það var ýmislegt rætt í kaffiboðinu enn aðalega um flugferðir.
Eftir góða stund hjá þeim stöllum var tímabært að kveðja og færa sig yfir í sófann í Drekagili. Hjónkornin elduðu dásemdar mat einsog þeim er einum lagið. Elsa Ágústa kom og borðaði með okkur. Ég mætti svo á vit ævintýranna á Kristnesi upp úr 23 í gærkvöldi. Þá fór ég í það að hreinsa pinnana, eftir þrifin var kominn tími til sofa. Þetta var síðasta nóttin mín í RAFMAGNSRÚMI.
Dagurinn í dag (sem er nú senn á enda) er búinn að vera langur og strangur. Er búin að komast að því að þegar maður er á 4 fótum þá tekur allt lengri tíma og reynir meira á manns líkama. Ég byrjaði daginn á að fá mér morgunmat af þessu stórglæsilega morgunverðaborðinu á Kristnesi. Aðaluppistaðan var ristaðbrauð, lýsi, vatn!! Þá næst var haldið til hennar Olgu að klára mósakið. Eftir klukkutíma í föndrinu var tími til kominn að kíkja til Helgu sjúkraþjálfara. Hún kenndi mér að liggja á maganum, en ég hélt að ég myndi ekki geta það svona á mig komin. Auðvitað gat ég legið á maganum og það verður sofið á MAGANUM í nótt!! Hádegismaturinn kallaði eftir góða stund hjá Helgu. Það var ekkert annað enn soðinn fiskur í matinn. Eftir matinn arkaði ég inn í herbergi til að græja mig í bæjarferðina. Mætti í röntgen á FSA á slaginu 13.00. Klukkan 13.30 mætti Þorvaldur í öllu sínu veldi og kikkaði á myndirnar. Þær litu þokkalega út, beinin hefðu mátt vera meira á móti hvort öðru enn það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Þorvaldur lét mig hafa þennan flotta skiptilykil til að ég geti byrjað að skrúfa á morgun. Ég verð að passa hann vel svo Jón steli honum ekki með á verkstæðið. Lykillinn er svo stelpulegur að það er ekki víst að hann vilji eitthvað stela honum. Heftin voru tekin úr lærinu og þá var mínu hlutverki lokið á FSA í bili. Ykkur að segja þá kostar þessi græja sem ég er með í leggnum mörg hundruð þúsund (jebb,þið splæsið). Já, gullið ykkar verður sko ekkert verðmætt þegar það er við hliðina á mínu járnskrauti!!!Ég var komin aftur á Kristnes upp úr klukkan 14. Fékk mér eitthvað í gogginn og fór og lagði loka, loka hönd á þetta mikla listaverk mósaíkkertavasann. Mér fannst mjög gaman að gera þetta, kannski að þetta verði jólagjafirnar í ár... Úbbss kjaftaði ...
Eftir þetta allt fór nú að styttast óðum í ferðalagið sem ég er búin að bíða LENGI eftir. Mæting klukkan 17.40 Sveinn bílstjóri lét ekki standa á sér frekar enn fyrri daginn. Soffía farastjóri mætti að sjálfsögðu til að sjá til þess að ég kæmi mér nú örugglega af norðurlandi. Við mættum á réttum tíma og ég fékk herramann til að sjá til þess að ég færi í flugvélina. Maðurinn var mjög ánægður að vera loksins búin að finna sér dömu sé gæti ekki hlaupið frá sér, ég lét hann vita af því að það kæmi vonandi að því að ég gæti hlaupið.
Flugferðin byrjaði órólega í loftinu enn svo var allt með kyrrum kjörum.
Lendingin gekk áfallalaust fyrir sig, ég segi nú ekki að ég hefði geta labbað frá Akureyri enn það vantaði ekki mikið upp á. Að minnsta kosti veit ég hvernig flugbrautin á Reykjavíkurflugvelli lítur út. Það voru semsagt tvær flugvélar við bygginguna að leggja í hann svo komum við (3ja flugvélin) og hún lagði lengst út í rassgati. Það tók mig 10-15 að ganga að flugstöðinni. Mér var fylgt frá flugvélinni og inn, íslenski karlmenn eru svo almennilegir að þeir eiga heiður skilið, svo var flugfreyjan mjög almennileg.
Jón var auðvitað mættur til að taka á móti fatlafólinu. Hann er búin að stjana við mig hægri vinstri eftir að ég kom heim, honum verður seint þakkað!!!
Ég þakka fyrir gjafirnar sem biðu mín hérna þegar ég kom heim. Það liggur við að það sé gaman að fara í aðgerð, maður fær svo mikið af allskonar fallegu og skemmtilegum gjöfum.
Í lokin ætla ég að þakka Jóni M, Soffíu, Sveini, Elsu Á, Evu Björk og Önnu Huld kærlega fyrir kræsingarnar, heimsóknirnar, skuttlið og allt annað fyrir norðan síðustu 2 vikur. Þið gerðuð dvölina fyrir norðan skemmtilegri enn ég þorði nokkurn tíman að vona!!
Læt þetta duga í bili það verður kominn nýr dagur ef ég fer ekki að hætta!!

laugardagur, janúar 22, 2005

Laugardagur á Kristnesi

Ég fór á fætur um hádegi og snæddi hádegismat. Í gærkvöldi horfði ég auðvitað á IDOL! með heimilisfólkinu hérna og starfsfólki. Mér fannst þetta nú ekkert spes IDOL, það var einsog þau þyrðu ekki að syngja. Heiða og Helgi fannst mér vera best í gærkvöldi, þau þorðu þó að syngja og sýna sig.
Elsa og Soffía kíktu aðeins í gærdag. Elsa gaf mér FULLAN KASSA af TOBLERONE, ekki slæmt til að narta í um helgina. Takk Elsa, TOBLERONIÐ rennur ljúft niður.
Svo áttum ég og tölvan mín góða samverustund hérna fram á nótt. Við náum MJÖG vel saman, spurning hvort hún verði ekki bara abbó þegar við förum til Reykjavíkur.
Þessum laugardegi á ég eftir að eyða hérna með tölvunni minni og sjónvarpinu í kvöld. Svo stefni ég inná Akureyri á morgun í heimsóknir, það verður skemmtilegt. Ég þekki bara skemmtilegt fólk, ekki satt??
Svo er spurning hver verður 200 gesturinn hingað inná síðuna.

Ég læt fylgja með myndir sem teknar voru á Þingvöllum 2. janúar 2005.

föstudagur, janúar 21, 2005

IDOL kvöld og afmæliskveðja

Ætla bara rétt að kasta kveðju til afmælisbarns dagsins. Það er enginn annar en Kristján Björnsson:)Í gærkvöldi kom liðið frá Akureyri í heimsókn. Anna Huld og Eva Björk komu færandi hendi með ÍS, nammm. Soffía og Sveinn komu svo með nýtt vikublað til að stytta mér stundirnar um helgina. Takk fyrir mig.
Svo bíð ég spennt eftir að geta sest í einn LAZY-boy stólinn og horfa á IDOLIÐ í kvöld. Ég mæti svo á Laugarnesveginn næsta föstudagskvöld, það er alveg pottþétt.
Ætli þessi dagur muni ekki vera líkur öllum hinum. Ætla láta helgina líða hratt og örugglega og svo heim á MÁNUDAG:)

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Til sölu stíflulosandi vökvi

Ég skuttlaði mér á fætur í morgun til að ná morgunmatnum sem er til klukkan 10. Það er sko ekkert verið að fara fyrr á fætur en nauðsyn krefur. Ég rölti mér svo fram til að næra mig. Svo fékk ég mínar töflur og hvað annað haldið þið??? Nei, ekki sveppasúpu!! Ég held að það sé offramboð af stíflulosandi mixtúrum hérna á norðurlandi. Amk fékk ég enn og aftur skammt af þessu líka ágætu mixtúru. Ég er að hugsa um að safna henni saman og hella í kaffið hérna (ég drekk það pottþétt ekki). Sé eftir því að hafa ekki beðið um eitthvað annað lyf, sem ég hefði getað grætt á við að selja einhverjum bjánum í borginni. Já, svona er Ísland í DAG!!
Ég fór í iðjuþjálfun í dag. Ég byrjaði að föndra með mósaík. Það er mjög skemmtilegt. Það er hún Olga iðjuþjálfanemi sem kennir mér. Það er ýmislegt annað heldur en föndur sem iðjuþjálfarar kenna. Þær kenna hvernig besta vinnuaðstaðan er fyrir mann, svo eru ýmis hjálpartæki sem geta hjálpað fólki við hitt og þetta. Þær spyrja hvernig aðstæður séu heima og þá er kannski eitthvað sem væri gott að hafa þar til að einfalda hlutina. Olga sýndi mér t.d. stól sem hægt er að hækka og lækka. Stólinn er það hár að maður tyllir sér bara á hann, gott að hafa t.d. í eldhúsinu (hvar annarstaðar)!!
Eftir skemmtilega stund hjá henni Olgu fór ég smá lyftuferðalag enn komst loks á réttan stað, það var til hennar Helgu sjúkraþjálfara. Helga sýndi mér hvernig væri að fara upp og niður stiga á 2 hækjum (ekkert handrið). Það gekk bara stórslysalaust fyrir sig. Svo er ég að lyfta lóðum hjá henni svona til að vera enn sterkari.Ég fer í röntgen og til Þorvaldar klukkan 13 á mánudag. Ef fóturinn virðist vera ánægður með sig þá má ég kveðja norðurlandið. Annars höfum ég og tölvan mína það svo gott hérna að það er ekkert víst að við förum eitthvað héðan í bráð.
Kakósúpan hérna á FSA fær hæstu einkunn, hún er alveg obbbbosslega góð. Hún var í kvöldmatinn í kvöld.

Það fylgja fullt af myndum með í dag. Þorvaldur sendi mér myndir úr fyrstu röntgen myndatökunni (12.1 2005). Hann gerir auðvitað allt fyrir svona góðann og skemmtilegann sjúkling:)Að sjálfsögðu fáið þið að sjá myndirnar.miðvikudagur, janúar 19, 2005

Skemmtilegir gestir og fleira.....

Ég ætla að byrja á því að þakka gestunum fyrir komuna í gærkvöldi. Það var fríður og skemmtilegur fimm mannahópur sem ruddist hingað inn á skítugum skónum (ekki einsog ég þurfi að þrífa). Þetta voru Sveinn E bílstjóri, Soffía Sigríður fararstjóri, Elsa Ágústa, Eva Björk og síðast en ekki síst Anna Huld.Takk fyrir komuna og verið velkomin aftur. Ég bauð fólkinu til sætis í setustofunni og var þá heimilisfólkið hérna að klára kvöldkaffið. Það var svo ofsalega gaman hjá fólkinu (heimilisfólkinu) að þetta i líktist meira geðveikahæli. Við vorum farin að grenja úr hlátri á að hlusta á liðið garga úr hlátri.Dagurinn er búinn að vera hinn ágætasti. Fór 2svar í sjúkraþjálfun til Helgu og talaði svo við Jóhönnu , en hún aðstoðar mig við að sækja um bætur sem ég á rétt á í þessu fjöri.
Hádegismaturinn fær ekki góða einkunn. Nei, það var ekki sveppasúpa heldur vondur fiskur:(
Skveraði mér í sturtu og komin í buxur af Hrafnhildi. Hrafnhildur þú færð ekki buxurnar þínar aftur:)

Jæja, núna var ég að koma úr kvöldmatnum sem var ágætur. Enn það er eitt sem ég ætla að nefna sem tengist ekki matnum. Það er í samandi við stíflulosandi mixtúru sem ég fékk daginn eftir aðgerð. Ég bað um hana og fékk hana einu sinni og allt er búið að vera óstíflað síðan, sem er gott mál:) Enn hjúkkurnar hérna á norðurlandi eiga örugglega ekki penna sem skrifar, að KATLA SÉ HÆTT Á MIXTÚRUNNI. Ég fékk hana amk. 4sinnum inn á spítala í 3ja sinn núna áðan hérna á Kristnesi og kom bara í gær. Svo ef ég nenni ekki að tuða að ég þurfi þetta ekki koma þær með mixtúruna á eftir manni inn í herbergi og ath. hvort maður ætli ekki að taka þetta. Þeim finnst kannski betra að hafa vistfólkið á klósettinu allan daginn. Bara smá röfl, sorry!!
Hafið það gott

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Haldið út í sveit

Nú sit ég í herbergi á Kristnesi sem ég get verið nettengd. Það er alveg ágætis fólk hérna og meðalaldurinn hefur lækkað töluvert síðan ég var hérna 4 janúar sl.!!
Ég er búin að hitta Helgu sjúkraþjálfara sem ætlar að vera með mig þessa viku hérna. Svo talaði Ingvar læknir við mig, hann vill að ég fari ekki heim fyrr en á mánudag eða þriðjudag í næstu viku. Hann sagði "að það væri það besta í stöðunni". Það er allt í gúddi þessi vika verður fljót að líða. Ég er að fara læra að föndra með mósaík í vikunni, held að það geti verið svolítið gaman.
Síðasta nóttin á spítalanum var andvökunótt. Ég fékk næturgest í herbergið mitt um miðja nótt. Það var einhver kona og eitt veit ég að hún HRAUT EINSOG SVÍN (á við 10 svín)!!!!! Ég var alveg að verða vitlaus á þessum hrotum, hefur örugglega haldið vöku fyrir öllum á norðurlandi:) Já, svona er að vera góðu vanur.
Hérna á Kristnesi er ég ein í herbergi og í rafmagnsrúmi, rosalega flott.
Soffía ætlar að kíkja í kvöld og verður spennandi að sjá hvaða vitleysing hún tekur með sér.
Bestu kveðjur úr snjónum fyrir norðan

Læt fylgja mynd með úr Fossárdal tekin í júlí 2004.mánudagur, janúar 17, 2005

Hvað með alla þessa sveppasúpu???

Halló allir sem lesa þetta blogg og takk fyrir þessar gríðarlegu vinsældir sem þessi bloggsíða hefur. Já, maður fær athygli fyrir það að vera sérstakur.
Ég var vakin klukkan 9 í morgun þegar inn komu fimm eða sex (ekki allir samt sexy) læknar í hvítum sloppum. Þeir voru á öllum aldri sýndist mér. Fremstur í flokki var Þorvaldur. Hann var bara hress og kátur enda eins gott því Katla ætlar nú að gauka að honum í dag hvort hún megi ekki fara heim á föstudag. Kannski les hann þetta og þá getur hann bara hugsað málið:)
Ég veit ekki hvað með mig og sveppasúpur. Það var súpa með matnum í dag og það var auðvitað SVEPPASÚPA. Þetta er í þriðja sinn sem ég fæ sveppasúpu hér á innan við viku!!
Sjúkraþjálfarinn kom í morgun og við gerðum æfingar. Hún finnur mikinn mun á mér síðan á föstudag. Ég get lyft fætinum miklu meira. Svo skveraði ég mér í sturtu og bað eina konuna að setja plastpoka utanum fótinn. Hún fór fann til tape og poka. Þegar hún kom með svartan ruslapoka til paka sagði ég henni að ég ætlaði nú að reyna að þvo mér eitthvað, því ég hefði komist ofan í pokann hjá henni. Það dugar nú venjulegur glærpoki utanum græjuna.
Það sem þessi græja á svo eftir að gera á fætinum næstu mánuði er að ég fæ lykil og skrúfa svo 1 mm á dag. Ég byrja ekki að skrúfa alveg strax því Þorvaldur vill að lærið fái að gróa sem mest og best. Þegar ég byrja að skrúfa strekkist á vöðvum og öllu draslinu og svo myndast vefur á milli þar sem lærið var brotið í sundur. Svo þegar ég verð búin að lengjast um 5 cm þá verður græjan á þar til beinið verður orðið nægilega hart. Er þetta ekki gott áramótaheit að ætla sér að lengjast um 5 cm á nýju ári?

Klukkan 19.56 á mánudegi
Ég setti tölvuna í bakpokann og rölti mér fram á gang til að nettengja hana. Ég setti inn þessar tvær myndir til að sína ykkur útsýnið úr svítu 3 á FSA!!
Svo er bara Kristnes á morgun. Þorvaldur talaði um áðan að ég færi svo bara heim á mánudag. Ég spurði hvort hann meinti föstudag, þá hló hann bara:) Það er allt undir Ingvari lækni á Kristnesi hvort ég fari heim á föstudag!

Þar til næst blesssunnudagur, janúar 16, 2005

Hoppaði framúr í morgun!!

Það lofar nú góðu ef draumurinn rætist sem mig dreymdi í nótt. Ég var semsagt á ferðinni einhversstaðar í Reykjavík með stykkið á fætinum og ekki með neinar hækjur.
Það er nú fátt markvert búið að gerast síðan í gær.Ég og Jón horfðum á söfnunarþáttinn sem var í gær. Mér fannst hann nú ekkert spes. Enn eitt er víst að við íslendingar eigum nóg af peningum. Það er vonandi að þessir peningar fari á rétta staði.
Þorvaldur kom eins og oft áður í morgun klukkan 10:30. Hann sagðist hafa frétt að ég hefði hoppað fram úr í morgun, ég get semsagt farið framúr ánþess að einhver haldi undir fótinn. Þetta hopp verður a.m.k. ekki skráð á spjöld sögunnar. Ég stíg alltaf meir og meir í fótinn og beygi hnéð meira með hverjum deginum.Maturinn hérna er bara alveg ágætur. Ég afpantaði STRAX hafragrautinn. Það sem kemur á bakkanum til mín er fæði fyrir 5 manna fjölskyldu.
Jón er að hugsa um að fljúga suður í dag ef það verður laust og ef veður leyfir.
Vinsældir síðunnar stóraukast með hverjum deginum.

Allt sem fer upp kemur niður...
klukkan 18.17
Nú er ég búin að borða súpu og brauð. Jón fór fljúgandi suður áðan....snökkt snökkt:(
Enn ég verð komin suður áðuren langt um líður.
Ég lofaði Jóni í gær að ég færi með honum í stiga í dag. Svo varð ég auðvitað að standa við það og gekk bara vel. Ég sé ekkert eftir að hafa gert það því ég fékk verðlaun fyrir hvað ég var dugleg:) Það var DVD með 7o mín 3!!!! Mér ætti ekki að leiðast meðan ég horfi á þessar elskur.

Góðar stundir


laugardagur, janúar 15, 2005

Helgi á FSA

Góðan daginn. Nóttin var bara ágæt hjá mér. IDOLIÐ var ekki búið fyrr en klukkan 23.30. Starfsfólkið hérna á deildinni var farið að halda að ég hefði bara stungið af á hjólastólnum. Þær voru hræddar um að ég væri orðin þreytt og komin með verki í fótinn o.s.frv. Já, það er sko hugsað um mann hérna, það vantar ekki. Þegar ég var svo kominn uppí kom hjúkka til að skipta um á pinnunum. Það gekk bara vel hjá henni og ég er laus við alla plástra af fætinum nema einn. Mig klæjar nefnilega undan þessum plástrum. Ég er með plástur yfir skurðinum þar sem beinið er tekið í sundur. Sárið er heftað saman.
Þorvaldur kom í morgun klukkan 10. Ég held að hann sé bara ánægður með fótinn. Hann spurði hvort IDOLIÐ hafi ekki verið skemmtilegt. Þessi IDOLFERð hefur örugglega verið skrifuð í læknaskýrsluna. Ég er búin að fara einaferð á hækjur í morgun. Ég þarf orðið bara hjálp við að komast fram úr rúminu. Get aðeins lyft fætinum beint upp í loftið.
Starfsfólkið var að ræða um hvað ég væri nú öll í stíl og hvað Þorvaldur hefði verið snyðugur að hafa græjuna rauða. Buxurnar eru rauðar, hækjurnar rauðar, bolurinn rauður og hvítur. Svo hangir rauð kápa inní skáp og bíður eftir að komast út. Já, svo eru útiskórnir rauðir sem eru hérna inn í skáp......
Nú er blómið vaknað og komið inn í herbergi eftir nóttina. Þetta er blóm sem Jón gaf mér og það var tekið úr herberginu í nótt!!!
Ég verð í fjórum fögum í fjarnámi frá VMA. Kennsla heft ekki fyrr en um 20.janúar. Vonandi á námið bara eftir að ganga jafn vel og fyrir áramót.
Takk fyrir allar kveðjurnar hérna og símhringingarnar:)

föstudagur, janúar 14, 2005

hæ aftur...

Ég semsagt í tölvunni á barnadeildinni og klukkan er núna 22.50 og ég er að bíða
eftir úrslitunum úr IDOLINU.Ég og Jón lögðum af stað í langferð ferðinni var heitið á barndeild FSA. Við fengum lánaðn hjólastól en höfðum með hækjur ef eitthvað skildi bila. Við fórum semsagt að horfa á IDOL! Ferðin gekk vel ef eitthvað hefði farið úrskeiðis er stutt á slysó!!
Soffía og Anna Huld kíktu í heimsókn í dag. Takk fyrir komuna elskurnar mínar.Jæja þetta er gott í bili best að koma sér á svítun til að taka lyfin og láta skipta um umbúðir á græjunni.
Svo hef ég ekki efni á því að borga einkabílstjóranum yfirvinnu og hvað þá á föstudagskvöldi:)
Guðný Gréta er að fara hamförum í bréfaskriftum. Afrekaði að skrifa henni bréf til baka núna:)
Góða nótt

Á fjórum jafnfljótum - Loksins !

Eftir að gestirnir fóru í gærkvöldi fékk ég hjúkku til að hjálpa mér uppí og hækka undir höfðinu, setja kodda undir fótinn o.fr.v. til að geta horft á Bachelorette. En þegar hjúkkan var farin komst ég að því að tækið var á RÚV og fjarstýringin við hliðina á sjónvarpinu. Það er munur að vera svona ósjálfbjarga, því að ég hringdi auðvitað bjöllunni og lét rétta mér fjarstýringuna.Í dag er ég bara búin að vera mjög dugleg. Búin að fara fjórar ferðir á hækjunum fram. Komin í rauðu Nike smellubuxurnar mínar, rosa fínar. Get ekki smellt þeim í kringum græjuna enn það verður hægt þegar bólgan minkar í lærinu og umbúðirnar í kringum pinnana fara. Þessum dugnaði má kannski þakka gestunum sem komu í gærkvöldi með ís og allt tilheyrandi. Ísinn var obboossslega góður, þúsund þakkir fyrir mig!!!!
Sædís sjúkraliðanemi sem er mikið búin að stjana við mig, spurði mig hvort hún mætti gera verkefni um mig í skólanum. Ég leyfði henni það og kom hún í síðasta skiptið í dag til mín og spjallaði við mig og tók myndir af fætinum. Ég verð ekkert nafngreind í þessu verkefni hjá henni.

Ingvar á Kristnesi hringdi í dag og hann vill að ég komi ekki fyrr en á þriðjudaginn inná Kristnes, því að þá losnar einstaklingssvíta fyrir mig. Annars hefði ég þurft að vera í herbergi með mörgum öðrum.

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Stórkostlegt....

Halló halló gott fólk. Dagurinn í dag var bara fínn. Ég var vakin rétt fyrir klukkan 9 þannig að ég væri vakandi þegar “læknastóðið” mætir til manns. Ég er ekki alveg að fatta þegar fimm læknar koma inn til manns og heilsa manni og velta vöngum, svo fara þeir. Svo kom Þorvaldur læknir og blessaði fótinn. Fætinum hlýtur að líða betur eftir að svona mörg læknaaugu eru búnir að skoða fótinn.
Ég kynntist enn einum hjúkrunarfræðingnum í morgun, þeir eru misjafnir einsog þeir eru margir. Í gær sá hún Erla Björk um mig og hún var sko ekki að hika við að henda mér á fætur ef ég bað um það. Í morgun klukkan 9.30 vildi ég fara á fætur þá vildi hjúkkan sem þá var á vakt bíða þar til sjúkraþjálfarinn myndi mæta klukkan 11.00 og láta hann hjálpa mér fram úr. Hún sagðist ekki treysta sér að hjálpa mér!!!
Hápunktur dagsins var fyrsta sturtan mín eftir aðgerð, hún var STÓRKOSTLEG!!! Það var skipt á umbúðum utan um pinnana í dag.Ég var ekki búin að segja ykkur að ég er alein á herbergi og hef það bara fínt. Sorry, þið sem eruð á biðlista að komast á FSA það er bara ekki pláss inn hjá mér
Ég losna á morgun við nálina úr hendinni. Ég hef þá ekki fengið nein verkjalyf í hana í 2 daga. Ég tek tvær parkódín og eina pensilíntöflu 4sinnum á dag, ekki slæmt það.
Það er dælt í mann mat allan liðlangan daginn, ég hef ekki undan að borða hann.
Jón gaf mér litla sæta mús við tölvuna mína í dag.Jæja þá eru kvöldgestirnir komnir.
Þar til á morgun
Bestu kveðjur
Katla á svítu 3 FSA

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Allt að koma

Ég var vakinn í morgunsárið klukkan 9.00!!! Enginn friður hérna á “hótelinu”. Þorvaldur kom og kíkti á græjuna og leist bara vel á. Eftir morgunmat og pilluát lagði ég mig þar til að sjúkraþjálfarinn kom til að pína mig Ég fór á fætur í smá stund og var það allt í lagi.
Eftir hádegismatinn kom Jón í heimsókn og ég fór í röntgen.
Soffía og Elsa Á kíktu í heimssókn. Annars er fátt annað að frétta héðan úr svítunni minni númer 3 á FSA. Ég á að fara á fætur aftur á eftir.
Bless í bili

þriðjudagur, janúar 11, 2005Það var ræs klukkan 6.30 í Drekagilinu í morgun. Ég og Soffía vorum svo mættar klukkan 7.00 upp á FSA. Ég var drifin í sturtu til að sótthreinsa mig bak og fyrir. Ég var svo send niður í röntgen og var þar í heillangan tíma. Aðgerðinni seinkaði því um hálftíma. Þorvaldur læknir kom svo að spjalla við mig og merkja fótinn sem græjan er á. Ég var svo drifin í rúmmið og send á skurðarborðið. Þetta gekk allt mjög fljótt fyrir sig og var ég vöknuð kl 13.00. Ég var á vöknun til kl 16.00 vegna þess að það var svo mikið að gera á deildinni sem ég ligg á að þær höfðu ekki tími til að ná í mig.
Hringdi ég svo í Soffíu og sagði henni að ég væri komin upp á herbergið mitt. Hún kom svo um klukkan 17.00 með óvæntan gest með sér, Jón Magnús!! Ég reiknaði ekki með að hann kæmi fyrr en um helgina, hann var hérna svo í allt kvöld. Hann myndaði fótinn með símanum sínum.
Ég fór fyrsta sinn á fætur í kvöld. Það gekk bara mjög vel. Ég fór svo að sofa um miðnætti og svaf meira og minna í alla nótt.

mánudagur, janúar 10, 2005

Halló Akureyri

Ég kom til höfðustaðar norðurlands í gær. Soffía og Sveinn voru mætt með rauða dregilinn á flugvöllinn. Sveinn brunaði svo í Drekagilið og snæddum við þessa ljúfengu gæs!!! Takk fyrir mig:)
í mogun var stefnan sett á FSA. Elsa Á var svo góð að skuttla mér á sínum fjallabíl. Mætti á slaginu 10 og byrjaði á því að bíííðððððððaaaaaaa.....Blóðprufa bííðððððððaaaaaaaaa......röntgen bíííðððððððððaaaa.......hádegismatur bíða lengi....viðtal við einhvern lækni....bíða og svo að lokum talaði ég við svæfingalækninn.
Ég rölti mér svo í Drekagilið. Þetta var aðeins lengri göngutúr enn ég ætlaði. Eftir að ég var búin að ganga í ca 1 klst og ganga snjóinn upp að hnjám náði ég loks heim að dyrum!!! Þegar ég var búin að ná upp góðum líkamshita og næra mig fékk ég hringinu. "Já, halló þetta er hérna á FSA, við þurfum að fá þig í röntgen aftur" Ég spurði nú bara hvort þeir myndu borga TAXTA "Nei, við bjóðum ekki upp á það". ÞEgar ég var tilbúin að leggja af stað hringdi þessi ELSKA aftur og sagði að ég gæti fari í röntgen í fyrramálið!!!´Alveg týpikal vesen .......ætla ekki að tjá mig um heilbrigðistéttina hérna í bili:)

Enn þeir sem vita ekki hvað stendur til þá ætla ég að láta strekkja á vinstri fætinum á mér um nokkra sentimetra. Vonandi verður þessu lokið í sumarbyrjun, ef allt gengur vel.

Svo er stóra stundin á morgun mæting kl 7.00!!!

Vonandi verð ég dugleg að skrifa hérna inn og svo ætla ég að setja inn myndir ykkur vonandi til skemmtunar. Þessar myndir verða af ýmsum tog.

Bestu kveðjur
Katla

sunnudagur, janúar 09, 2005

Jæja nú er komið að þvíÍ kvöld lagði ég af stað til Akureyra með allt mitt hafurtask, þar á meðal nýju fartölvuna mína sem fær það verðuga verkefni að stytta mér stundirnar í höfuðstað Norðurlands. Sigga litla sótti mig á flugvöllin eins og ráð var fyrir gert og héldum við svo í rakleitt heim, þar sem Sveinn el Goosecooker beið með rjúkandi gæsasteik.

Á morgun tekur svo alvaran við.....


kveðja að norðan
Katla Björk