helst í fréttum.....

þriðjudagur, maí 09, 2006

12 einfaldar reglur

.....líklega eru þetta reglur til okkar kvennanna.......

1.
Frá 9. júní til 9. júlí 2006 skaltu fylgjast vel með fréttum varðandi HM svo þú vitir hvað er að gerast á lokakeppninni í Þýskalandi. Þá getum við talað lítilega saman á meðan á lokakeppninni stendur þar sem ég mun ekki ræða um neitt annað en FÓTBOLTA.

2.
Á meðan á lokakeppni HM stendur er sjónvarpið mitt – alltaf og án allra undantekninga.

3.
Það er allt í lagi ef þú þarft að komast framhjá sjónlínu minni að sjónvarpinu svo lengi sem þú skríður eftir gólfinu og truflar mig ekki. Ef þér skildi detta í hug að standa nakin fyrir framan sjónvarpið farðu þá strax aftur í fötin þar sem ég mun ekki hafa tíma til að fara með þig til læknis fáir þú kvef.

4.
Á meðan á leik stendur verð ég heyrnalaus, mállaus og blindur gagnvart þér – nema ef til þess kemur að ég þurfi nýjan bjór eða eitthvað að borða.

5.
Það er góð hugmynd fyrir þig að hafa alltaf alla vega tvær kippur af bjór vel kældar inni í ísskáp og nóg af snakki. Ef þú hagar þér vel fyrir framan vini mína máttu horfa á sjónvarpið frá klukkan 12 á miðnætti til 6 um morguninn ef það eru ekki neinar endursýningar á þeim tíma.

6.
Ef þú sérð að ég er reiður eða pirraður þegar liðið mitt er að tapa viltu þá EKKI segja “þú jafnar þig – þetta er bara leikur” eða “ekki hafa áhyggur – þeir vinna kannski næst.” Ef þú segir þetta verð ég bara reiðari eða pirraðari. Mundu ávallt að þú munt aldrei vita meira um fótbolta en ég og svona setningar verða bara til þess að við skiljum fyrr.

7.
Þú mátt horfa á EINN leik með mér og þú mátt tala við mig í hálfleik, en bara þegar auglýsingarnar eru og bara ef staðan er góð. Taktu líka eftir að ég sagði EINN leik, ekki reyna að nota lokakeppni HM sem einhverja hörmulega tilraun til að “eyða tíma saman”.

8.
Endursýningar á mörkum eru mjög mikilvægar. Mér er alveg sama hvort ég hafi séð markið áður eða ekki, ég vil sjá það oft og mörgum sinnum í viðbót.

9.
Segðu vinkonum þínum að eignast ekki börn á þessum tíma, ekki halda nein barnaafmæli eða aðrar fáránlegar veislur vegna þess að:
a) ég mun ekki mæta
b) ég mun ekki mæta og
c) ég mun ekki mæta

10.
En athugaðu, ef vinur minn bíður mér í heimsókn til að horfa á leik er ég rokinn.

11.
Markaþættirnir í lok dagsins eru alveg jafn mikilvægir og leikirnir sjálfir. Ekki detta í hug að láta út úr þér setningu eins og “en þú hefur séð þetta áður” eða “af hverju skiptir þú ekki um stöð?” Lestu aftur reglu númer 2.

12.
Og að lokum, sparaðu þér setningu eins og “Guðs sé lof af lokakeppni HM er bara á 4 ára fresti”. Ég heyri ekki þessa setningu enda tekur Meistaradeildin, Enski boltinn, Ítalski boltinn, Spænski boltinn og fleira við.

Takk fyrir að virða reglurnar.

Karlmenn um heim allan!

þriðjudagur, maí 02, 2006

Frí, frí, frí, frí

jebbb.....í dag mun þessi síða fara í frí, hve langt veit enginn.

Aldrei að vita að ég snúi til baka einn góðann veðurdag.

Er ekki ágætt að hætt á toppnum?

Takk fyrir mig lifið heil

Kveðja
Katla

Ykkur er velkomið að senda mér póst eða hringja í mig ef þið viljið fá fréttir af drottningunni:) Ég vil amk frétta af ykkur!!

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Blogg hvað?

Já það er langt síðan síðasta blogg var skrifað. Margt hefur nú drifið á daga mína get ég sko sagt ykkur eða ekki:)
Austurferð yfir páskana.
Ferming hjá Jóhanni Atla á Djúpavogi og Bryndísi á Fáskrúðsfirði harkaði einnig af mér tvær messur.
Á Páskadag eftir Páskamorgunkaffi og páskaeggjaát hjá Guðnýju og Hafliða, var farið örstutt í skírnarveislu til Krsítnar Daggar dóttur sem fékk líka þetta stóra og mikla nafn Ísabella Auður Nótt.
Annars var étið og étið og étið enþá meira um þessa páska. Nú er verið að vinna í því að ná því af sér sem maður át á sig um páskana.....hehehe
Málshátturinn sem ég fékk þetta árið hljóðaði svo: "Ekki er hægt að selja kúna og drekka úr henni mjólkina"

Annars er sama gamla sagan vinna við að soga slef og vinna við að snyrta kellingar. Út á það gengur lífið hjá mér, ekki slæmt það. Svo er ég búin að fara nokkrar hjólaferðar, testa línuskautana, ganga Esjuna og nýta mér aðstöðu mína í Baðhúsinu.

Nokkrir "útlendingar" eru hér á landi þessa dagana, Pétur, Þórunn, Guðbjörg og með henni í för er að sjálfsögðu prinsessan Lilja Ósk. Reynir maður að líta þetta fallega og skemmtilega fólk augum.

Í lokin læt ég fylgja með blogg sem ég bloggaði 25. apríl 2005.

mánudagur, apríl 25, 2005
Það er komið sumar
Já, það má nú segja að sumarið sé komið. Það var fjölmennt í grilli hérna í Arahólum á Sumardaginn fyrsta og var grillað lamb og svín. Það borðuðu allir yfir sig og eru örugglega saddir en í dag.
Ég og Jón höfum bara verið að “chilla” síðustu daga reyna að njóta góða veðursins. Það er EKKI gaman að vera svona fatlaður í góða veðrinu því ekki getur maður farið að hjóla,ekki sund, ekki á línuskauta en maður getur þó labbað mjög stuttar vegalengdir. Hitt verður bara að bíða betri tíma.
Gær fórum við í heimsókn í Hofslundinn, þær ætluðum við að fá lánaðar klippur til að klippa í garðinum okkar. En það vildi svo heppilega til að húsbóndinn ætlar bara að hjálpa Jóni við verkið og koma með kerru og allt til verksins.
Við fáum íbúðina afhenta 1.maí.Við erum búin að fá leigjendur í íbúðina okkar og vonum við bara að við höfum valið rétt fólk.
Áslaug keyrði mig í myndatöku í morgun. Ég skundaði inn í Domus Medica á 2 hækjum á mitt járnstykki í vinstri fæti og í afgreiðslunni stóð “elskuleg” kona við að afgreiða. Enginn stendur við afgreiðsluborðið þegar við komum inn en samt spyr þessi “elska” “hver er næstur” tja hver ætli sé næstur??? Jú það var ég. Þessi “elska” hafði ekki fyrir því að segja góðan daginn. Ég var með beiðni með mér frá Þorvaldi og rétti þessari “elsku” hana. Ég viðurkenni að beiðnin var ekki vel skrifuð en þessi “elska” stappaði niður fótunum og segir “hvað á að mynda? Vinstra LUNGA?” Ég horfði á Áslaugu og hugsaði hvort þessi “elska” væri ekki að grínast. Ákv að segja ekki orð. Svo æddi þessi “elska” eitthvert inn til að spyrja einhverjar konur hvort þær gætu lesið þetta. Ég sagði svo við hana að það ætti að mynda vinstri lærlegg (femor) og læknirinn væri Þorvaldur Ingvarsson.
Svo var komið að því að borga. Ég var búin að setja á borðið kortið mitt og afsláttarkortið. Þessi “elska” spyr ertu með afsláttar kort?? Jú, það var beint fyrir framan nefið á henni. Þá segir þessi “elska” við hina afgreiðslu dömuna það er enginn afsláttur gefinn með þessu korti er það?? Ekki vara það alveg rétt hjá “elskunni” og ég fékk að borga 820 í staðin fyrir 2000 og eitthvað.
Vildi bara deila þessu með þér lesandi góður. Þar sem ég hef farið ca 8 sinnum í myndatöku í Domus á síðustu vikum er alltaf eitthvað sem kemur manni skemmtilega á óvart. Að aldrinum að dæma getur breytingarskeiðið verið að fara svona illa í “elskuna” eða eitthvað allt annað......amk var þjónustulundinn ekki til staðar í dag.

Nóg komið í bili
Kveðja Katla

ERTU NÚ ÁNÆGÐ SOFFÍA SIGRÍÐUR JÓNASDÓTTIR????????????

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Gelðilega páska

Vonandi fá allir páskaegg. Ég keypti mér Hrísegg frá Freyju:) Mikil tilhlökkun hjá minni. Hafið það sem allra best yfir páskana. Munið að bursta vel eftir allt súkkulaði átið.

Páskakanínurnar sem búa á Fossárdalsunnudagur, apríl 02, 2006

Afmæli og speki

Ekki má gleyma afmælisbarni dagsins en það er enginn annar og ekki minni maður en Elís Pétur Elísson. Hann er loks komin í hóp hinna fullorðnu (25).
Heyrði því fleygt að þessu tilefni muni hann bjóða öllu fallega og fræga fólkinu sem hann þekkir hér á Frónni í skemmtisiglingu um Karabískahafið:) Er þetta ekki rétt Pétur? Ég er amk búin að pakka niður og er að koooooooooooooooma í partý.
Annars hafðið það sem allra best.

Svartfugla veiðar vor/sumar 2004 á Faxflóa.Þessa speki heyrði ég um helgina þegar tvær konur hittust.

"Nei, sæl elskan ÉG HEF BARA EKKERT SÉÐ ÞIG SÍÐAN SÍÐAST"???????????

miðvikudagur, mars 29, 2006

Upprennandi evrovisionstjarna

7 ára snillingur

laugardagur, mars 25, 2006

Hver vinnur EF hún vinnur ekki?

Smelltu hér til að hlusta á mesta og besta snilling Íslands!!

Páll Óskar hvað???